Í námi með Giggs og Neville Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2013 07:00 Rúnar Kristinsson er á toppi Pepsi-deildar karla með KR. fréttablaðið/valli Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, heldur í vikunni utan til Tyrklands til að fylgjast með leikjum á HM U-20 liða í Tyrklandi. Það er þáttur í námi hans en Rúnar er nú að sækja sér svokallaða UEFA Pro Licence-þjálfaragráðu hjá enska knattspyrnusambandinu. Með honum í náminu eru ekki ómerkari menn en Ryan Giggs, Gary Neville, Paul Ince og Stéphane Henchoze. Tveir fyrstnefndu eru goðsagnir hjá Manchester United, sá síðastnefndi lék með Liverpool og Ince með báðum félögum. „Við erum um tuttugu sem erum á þessu námskeiði og það tekur um eitt og hálft ár að klára það. Ég og Henchoz erum þeir einu sem erum ekki Bretar. Við byrjuðum í janúar og verðum því fram á næsta vor,“ sagði Rúnar sem ber þeim köppum góða sögu. „Það er heilmikil samvinna á milli nemenda, bæði í hópa- og paravinnu, eins og gengur og gerist á svona námskeiðum. Í Tyrklandi verður okkur skipt í fjóra hópa og munum við alls sjá sex leiki þar sem við munum bæði greina leikina og liðin sjálf,“ sagði Rúnar.Hefur víkkað sjóndeildarhringinn „Þótt sumir þeirra séu frægari en margir aðrir eru þetta bara venjulegir gaurar, eins og ég og þú. Það er mjög gaman að spjalla við alla þessa menn enda hafa þeir frá mörgu skemmtilegu að segja. Það eru alls kyns sjónarmið sem koma fram og það hefur opnað huga manns og víkkað sjóndeildarhringinn. Þetta er mjög krefjandi nám en mjög gefandi.“ Meðal annarra samnemenda Rúnars má nefna Mike Marsh, þjálfara hjá Liverpool og fyrrverandi leikmann liðsins, sem og nokkra knattspyrnustjóra úr neðri deildunum í Englandi. Alls fer Rúnar um 7-8 sinnum utan vegna námsins auk þess sem símafundir eru haldnir reglulega. En þrátt fyrir að hafa kynnst mönnum eins og Neville og Giggs vel vill Rúnar sem minnst segja um möguleika þeirra um að ná frama í þjálfarastarfinu. „Neville hefur verið að leikgreina fyrir Sky-sjónvarpsstöðina og hlotið mikið lof fyrir það, enda þekkir hann leikinn mjög vel. Giggs gerir það vitanlega líka en virðist aðeins hlédrægari. En það er erfitt að ætla að spá því hver verður góður þjálfari. Það kemur bara í ljós,“ segir Rúnar.Námið hefur nýst vel „Það hefur auðvitað verið mikil umræða um hvort Giggs muni ganga inn í þjálfarateymi United þegar hann ákveður að hætta að spila og aldrei að vita nema hann geri það. Þeir virðast í það minnsta báðir stefna á feril í þjálfun.“ Rúnar segir að námið hafi þegar nýst sér vel í sínu starfi sem þjálfari KR enda er liðið enn taplaust á toppi Pepsi-deildar karla. „Til þess að ná langt í þjálfun verður maður að viða að sér eins mikilli þekkingu og hægt er. Þetta er liður í því ferli.“ Þess má geta að Rúnar mun missa af leik KR gegn Víkingi Ólafsvík á sunnudagskvöldið vegna ferðarinnar til Tyrklands. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, heldur í vikunni utan til Tyrklands til að fylgjast með leikjum á HM U-20 liða í Tyrklandi. Það er þáttur í námi hans en Rúnar er nú að sækja sér svokallaða UEFA Pro Licence-þjálfaragráðu hjá enska knattspyrnusambandinu. Með honum í náminu eru ekki ómerkari menn en Ryan Giggs, Gary Neville, Paul Ince og Stéphane Henchoze. Tveir fyrstnefndu eru goðsagnir hjá Manchester United, sá síðastnefndi lék með Liverpool og Ince með báðum félögum. „Við erum um tuttugu sem erum á þessu námskeiði og það tekur um eitt og hálft ár að klára það. Ég og Henchoz erum þeir einu sem erum ekki Bretar. Við byrjuðum í janúar og verðum því fram á næsta vor,“ sagði Rúnar sem ber þeim köppum góða sögu. „Það er heilmikil samvinna á milli nemenda, bæði í hópa- og paravinnu, eins og gengur og gerist á svona námskeiðum. Í Tyrklandi verður okkur skipt í fjóra hópa og munum við alls sjá sex leiki þar sem við munum bæði greina leikina og liðin sjálf,“ sagði Rúnar.Hefur víkkað sjóndeildarhringinn „Þótt sumir þeirra séu frægari en margir aðrir eru þetta bara venjulegir gaurar, eins og ég og þú. Það er mjög gaman að spjalla við alla þessa menn enda hafa þeir frá mörgu skemmtilegu að segja. Það eru alls kyns sjónarmið sem koma fram og það hefur opnað huga manns og víkkað sjóndeildarhringinn. Þetta er mjög krefjandi nám en mjög gefandi.“ Meðal annarra samnemenda Rúnars má nefna Mike Marsh, þjálfara hjá Liverpool og fyrrverandi leikmann liðsins, sem og nokkra knattspyrnustjóra úr neðri deildunum í Englandi. Alls fer Rúnar um 7-8 sinnum utan vegna námsins auk þess sem símafundir eru haldnir reglulega. En þrátt fyrir að hafa kynnst mönnum eins og Neville og Giggs vel vill Rúnar sem minnst segja um möguleika þeirra um að ná frama í þjálfarastarfinu. „Neville hefur verið að leikgreina fyrir Sky-sjónvarpsstöðina og hlotið mikið lof fyrir það, enda þekkir hann leikinn mjög vel. Giggs gerir það vitanlega líka en virðist aðeins hlédrægari. En það er erfitt að ætla að spá því hver verður góður þjálfari. Það kemur bara í ljós,“ segir Rúnar.Námið hefur nýst vel „Það hefur auðvitað verið mikil umræða um hvort Giggs muni ganga inn í þjálfarateymi United þegar hann ákveður að hætta að spila og aldrei að vita nema hann geri það. Þeir virðast í það minnsta báðir stefna á feril í þjálfun.“ Rúnar segir að námið hafi þegar nýst sér vel í sínu starfi sem þjálfari KR enda er liðið enn taplaust á toppi Pepsi-deildar karla. „Til þess að ná langt í þjálfun verður maður að viða að sér eins mikilli þekkingu og hægt er. Þetta er liður í því ferli.“ Þess má geta að Rúnar mun missa af leik KR gegn Víkingi Ólafsvík á sunnudagskvöldið vegna ferðarinnar til Tyrklands.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fótbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Norðmenn áfram í milliriðla Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Handbolti Fleiri fréttir Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Sjá meira