Í námi með Giggs og Neville Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2013 07:00 Rúnar Kristinsson er á toppi Pepsi-deildar karla með KR. fréttablaðið/valli Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, heldur í vikunni utan til Tyrklands til að fylgjast með leikjum á HM U-20 liða í Tyrklandi. Það er þáttur í námi hans en Rúnar er nú að sækja sér svokallaða UEFA Pro Licence-þjálfaragráðu hjá enska knattspyrnusambandinu. Með honum í náminu eru ekki ómerkari menn en Ryan Giggs, Gary Neville, Paul Ince og Stéphane Henchoze. Tveir fyrstnefndu eru goðsagnir hjá Manchester United, sá síðastnefndi lék með Liverpool og Ince með báðum félögum. „Við erum um tuttugu sem erum á þessu námskeiði og það tekur um eitt og hálft ár að klára það. Ég og Henchoz erum þeir einu sem erum ekki Bretar. Við byrjuðum í janúar og verðum því fram á næsta vor,“ sagði Rúnar sem ber þeim köppum góða sögu. „Það er heilmikil samvinna á milli nemenda, bæði í hópa- og paravinnu, eins og gengur og gerist á svona námskeiðum. Í Tyrklandi verður okkur skipt í fjóra hópa og munum við alls sjá sex leiki þar sem við munum bæði greina leikina og liðin sjálf,“ sagði Rúnar.Hefur víkkað sjóndeildarhringinn „Þótt sumir þeirra séu frægari en margir aðrir eru þetta bara venjulegir gaurar, eins og ég og þú. Það er mjög gaman að spjalla við alla þessa menn enda hafa þeir frá mörgu skemmtilegu að segja. Það eru alls kyns sjónarmið sem koma fram og það hefur opnað huga manns og víkkað sjóndeildarhringinn. Þetta er mjög krefjandi nám en mjög gefandi.“ Meðal annarra samnemenda Rúnars má nefna Mike Marsh, þjálfara hjá Liverpool og fyrrverandi leikmann liðsins, sem og nokkra knattspyrnustjóra úr neðri deildunum í Englandi. Alls fer Rúnar um 7-8 sinnum utan vegna námsins auk þess sem símafundir eru haldnir reglulega. En þrátt fyrir að hafa kynnst mönnum eins og Neville og Giggs vel vill Rúnar sem minnst segja um möguleika þeirra um að ná frama í þjálfarastarfinu. „Neville hefur verið að leikgreina fyrir Sky-sjónvarpsstöðina og hlotið mikið lof fyrir það, enda þekkir hann leikinn mjög vel. Giggs gerir það vitanlega líka en virðist aðeins hlédrægari. En það er erfitt að ætla að spá því hver verður góður þjálfari. Það kemur bara í ljós,“ segir Rúnar.Námið hefur nýst vel „Það hefur auðvitað verið mikil umræða um hvort Giggs muni ganga inn í þjálfarateymi United þegar hann ákveður að hætta að spila og aldrei að vita nema hann geri það. Þeir virðast í það minnsta báðir stefna á feril í þjálfun.“ Rúnar segir að námið hafi þegar nýst sér vel í sínu starfi sem þjálfari KR enda er liðið enn taplaust á toppi Pepsi-deildar karla. „Til þess að ná langt í þjálfun verður maður að viða að sér eins mikilli þekkingu og hægt er. Þetta er liður í því ferli.“ Þess má geta að Rúnar mun missa af leik KR gegn Víkingi Ólafsvík á sunnudagskvöldið vegna ferðarinnar til Tyrklands. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, heldur í vikunni utan til Tyrklands til að fylgjast með leikjum á HM U-20 liða í Tyrklandi. Það er þáttur í námi hans en Rúnar er nú að sækja sér svokallaða UEFA Pro Licence-þjálfaragráðu hjá enska knattspyrnusambandinu. Með honum í náminu eru ekki ómerkari menn en Ryan Giggs, Gary Neville, Paul Ince og Stéphane Henchoze. Tveir fyrstnefndu eru goðsagnir hjá Manchester United, sá síðastnefndi lék með Liverpool og Ince með báðum félögum. „Við erum um tuttugu sem erum á þessu námskeiði og það tekur um eitt og hálft ár að klára það. Ég og Henchoz erum þeir einu sem erum ekki Bretar. Við byrjuðum í janúar og verðum því fram á næsta vor,“ sagði Rúnar sem ber þeim köppum góða sögu. „Það er heilmikil samvinna á milli nemenda, bæði í hópa- og paravinnu, eins og gengur og gerist á svona námskeiðum. Í Tyrklandi verður okkur skipt í fjóra hópa og munum við alls sjá sex leiki þar sem við munum bæði greina leikina og liðin sjálf,“ sagði Rúnar.Hefur víkkað sjóndeildarhringinn „Þótt sumir þeirra séu frægari en margir aðrir eru þetta bara venjulegir gaurar, eins og ég og þú. Það er mjög gaman að spjalla við alla þessa menn enda hafa þeir frá mörgu skemmtilegu að segja. Það eru alls kyns sjónarmið sem koma fram og það hefur opnað huga manns og víkkað sjóndeildarhringinn. Þetta er mjög krefjandi nám en mjög gefandi.“ Meðal annarra samnemenda Rúnars má nefna Mike Marsh, þjálfara hjá Liverpool og fyrrverandi leikmann liðsins, sem og nokkra knattspyrnustjóra úr neðri deildunum í Englandi. Alls fer Rúnar um 7-8 sinnum utan vegna námsins auk þess sem símafundir eru haldnir reglulega. En þrátt fyrir að hafa kynnst mönnum eins og Neville og Giggs vel vill Rúnar sem minnst segja um möguleika þeirra um að ná frama í þjálfarastarfinu. „Neville hefur verið að leikgreina fyrir Sky-sjónvarpsstöðina og hlotið mikið lof fyrir það, enda þekkir hann leikinn mjög vel. Giggs gerir það vitanlega líka en virðist aðeins hlédrægari. En það er erfitt að ætla að spá því hver verður góður þjálfari. Það kemur bara í ljós,“ segir Rúnar.Námið hefur nýst vel „Það hefur auðvitað verið mikil umræða um hvort Giggs muni ganga inn í þjálfarateymi United þegar hann ákveður að hætta að spila og aldrei að vita nema hann geri það. Þeir virðast í það minnsta báðir stefna á feril í þjálfun.“ Rúnar segir að námið hafi þegar nýst sér vel í sínu starfi sem þjálfari KR enda er liðið enn taplaust á toppi Pepsi-deildar karla. „Til þess að ná langt í þjálfun verður maður að viða að sér eins mikilli þekkingu og hægt er. Þetta er liður í því ferli.“ Þess má geta að Rúnar mun missa af leik KR gegn Víkingi Ólafsvík á sunnudagskvöldið vegna ferðarinnar til Tyrklands.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Sjá meira