Innlent

Blóðgjafi síðan dóttirin lenti á gjörgæslu

Sigríður Björg Tómasdóttir skrifar
Hafsteinn Eyland Brynjarsson hefur verið fastagestur í Blóðbankanum síðan dóttir hans, Hafrós Myrra, lenti á gjörgæslu fyrir tveimur árum en hún var með í för í gær.
Hafsteinn Eyland Brynjarsson hefur verið fastagestur í Blóðbankanum síðan dóttir hans, Hafrós Myrra, lenti á gjörgæslu fyrir tveimur árum en hún var með í för í gær. Fréttablaðið/Stefán
Yfir 120 manns gáfu blóð í tilefni alþjóðlega blóðgjafadagsins sem haldinn var hátíðlegur í Blóðbankanum við Snorrabraut í dag. Þeirra á meðal var Hafsteinn Eyland Brynjarsson sem gefur blóð á þriggja mánaða fresti.

Hann hefur verið reglulegur gjafi síðan dóttir hans lenti á gjörgæslu fyrir tveimur árum: „Ég hafði ekki mikið pælt í Blóðbankanum fyrr en við þurftum að fá blóð úr honum. Dóttir mín, þá tveggja ára, fékk blóðnasir, blóðið storknaði ekki og það fór svo að hún missti mikið blóð, lenti á gjörgæslu og var lengi á spítala.

Síðan þá höfum við hjónin gefið blóð reglulega,“ segir Hafsteinn sem vissi ekki að það væru hátíðarhöld í Blóðbankanum í dag. "Ég átti nú bara pantaðan tíma og mætti og komst þá að því að það var hátíðisdagur."

Blóðbankinn fagnar 60 ára afmæli í ár og þess vegna var haldið upp á alþjóðlega blóðgjafadaginn með veglegri hætti en vanalega.

Hér má sjá umfjöllun um Blóðgjafadaginn í Íslandi í dag í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×