Fleiri megavött með nýrri tækni Svavar Hávarðsson skrifar 14. júní 2013 06:00 Uppsett afl er 303 megavött. Nú eru framleidd 276 megavött í virkjuninni, en meiri gufu þarf til að halda uppi fullum afköstum. Til þess vill Orkuveitan tengja virkjunina við háhitasvæðið í Hverahlíð með gufulögn. Sú framkvæmd þarf líklega að fara í umhverfismat. Fréttablaðið/gva Nær mat á umhverfisáhrifum að dekka alla framleiðslu Hellisheiðarvirkjunar? Fyrsti fundur nýrrar umhverfis- og samgöngunefndar og atvinnuveganefndar var haldinn sameiginlega á miðvikudag og var vinnslugeta Hellisheiðarvirkjunar til umfjöllunar. Staða virkjunarinnar hefur vakið ýmsar spurningar, án þess að við þeim hafi verið gefið einhlítt svar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá bar Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, fram þá spurningu á fundinum hvort öll raforkuframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar, en uppsett afl hennar er 303 megavött, hefði fallið undir gildandi mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. „Var það ekki einfaldlega þannig að það fór ákveðin stærð í umhverfismat, síðan var samt sem áður gengið lengra án umhverfismats. Síðan hafa menn verið að ganga of langt, og langt umfram það sem fjallað var um í umhverfismatinu,“ bætti Kristján við.Tæknilegur ávinningur Árið 2004 kvað Skipulagsstofnun upp úrskurð vegna virkjunar á Hellisheiði sem gerði ráð fyrir 120 megavatta (MW) rafmagnsframleiðslu og 400 MW heitavatnsframleiðslu. Árið 2006 kvað stofnunin upp úrskurð um 120 MW stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum frá Skipulagsstofnun fékk stofnunin þess utan sent erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) annars vegar árið 2005, þar sem fyrirtækið gerði grein fyrir tæknilegri breytingu á Hellisheiðarvirkjun sem gerði ráð fyrir að lágþrýstivél væri bætt við vinnsluna sem áætlað var að myndi auka rafmagnsframleiðslu um allt að 40 MW. Skipulagsstofnun taldi að breytingarnar væru ekki tilkynningarskyldar til ákvörðunar um matsskyldu þar sem fyrir lá, samkvæmt framlögðum gögnum OR, að þó að um væri að ræða aukna rafmagnsframleiðslu um 40 MW, úr 120 MW framleiðslu í 160 MW, myndi sú aukning ekki hafa í för með sér neikvæð umhverfisáhrif umfram þau áhrif sem áður höfðu verið til umfjöllunar í mati á umhverfisáhrifum virkjunar á Hellisheiði. Hins vegar fékk Skipulagsstofnun erindi frá OR árið 2007 þar sem fyrirtækið gerði grein fyrir áformum um aukningu rafmagnsframleiðslu um 30 MW með því að hækka rekstur á hverri vélasamstæðu úr 40 MW í 45 MW. Skipulagsstofnun taldi að þessi áform væru ekki tilkynningarskyld til ákvörðunar um matsskyldu samkvæmt lögum. Stofnunin taldi að ljóst væri, samkvæmt framlögðum gögnum OR, að þó að um yrði að ræða aukna rafmagnsframleiðslu um 30 MW myndi sú aukning ekki hafa í för með sér neikvæð umhverfisáhrif annars eðlis eða meiri umfram þau áhrif sem áður höfðu verið til umfjöllunar í mati á umhverfisáhrifum ofangreindra framkvæmda við virkjun og stækkun. Þannig hefur komið til umfjöllunar Skipulagsstofnunar samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum alls um 310 MW rafmagnsframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar og 400 MW heitavatnsframleiðsla.Kunnuglegt stef Ýmsir óvissuþættir voru til staðar þegar úrskurðir vegna framkvæmda við Hellisheiðarvirkjun voru gerðir, og má lesa í ítarlegum úrskurðum Skipulagsstofnunar. Þeir hljóma kunnuglega í eyrum þeirra sem hafa fylgst með umræðunni um vanda virkjunarinnar nú áratug síðar. Skipulagsstofnun taldi ljóst að sú jarðhitavinnsla sem fyrirhuguð var á Hellisheiði í byrjun mætti túlka sem ágenga vinnslustefnu. „Vegna þeirrar óvissu sem ríkir um áhrif 120 MW virkjunar á Hellisheiði á jarðhitakerfið hefði að mati stofnunarinnar verið ákjósanlegra í upphafi að ráðast í virkjun minni áfanga, til dæmis 40 MW áfanga. Þannig hefði verið unnt að meta betur viðbrögð kerfisins við vinnslu og fyrir lægi betri grunnur til að byggja á frekari nýtingu svæðisins, auk minni óvissu um áhrif nýtingar,“ segir í fyrri úrskurðinum frá 2004. Skortur á þekkingu og reynslu af rekstri jarðhitavirkjana setti enn fremur spurningarmerki við hraða framkvæmdarinnar, að mati Skipulagsstofnunar á þeim tíma. Fréttaskýringar Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira
Nær mat á umhverfisáhrifum að dekka alla framleiðslu Hellisheiðarvirkjunar? Fyrsti fundur nýrrar umhverfis- og samgöngunefndar og atvinnuveganefndar var haldinn sameiginlega á miðvikudag og var vinnslugeta Hellisheiðarvirkjunar til umfjöllunar. Staða virkjunarinnar hefur vakið ýmsar spurningar, án þess að við þeim hafi verið gefið einhlítt svar. Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá bar Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, fram þá spurningu á fundinum hvort öll raforkuframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar, en uppsett afl hennar er 303 megavött, hefði fallið undir gildandi mat á umhverfisáhrifum virkjunarinnar. „Var það ekki einfaldlega þannig að það fór ákveðin stærð í umhverfismat, síðan var samt sem áður gengið lengra án umhverfismats. Síðan hafa menn verið að ganga of langt, og langt umfram það sem fjallað var um í umhverfismatinu,“ bætti Kristján við.Tæknilegur ávinningur Árið 2004 kvað Skipulagsstofnun upp úrskurð vegna virkjunar á Hellisheiði sem gerði ráð fyrir 120 megavatta (MW) rafmagnsframleiðslu og 400 MW heitavatnsframleiðslu. Árið 2006 kvað stofnunin upp úrskurð um 120 MW stækkun Hellisheiðarvirkjunar. Samkvæmt upplýsingum frá Skipulagsstofnun fékk stofnunin þess utan sent erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) annars vegar árið 2005, þar sem fyrirtækið gerði grein fyrir tæknilegri breytingu á Hellisheiðarvirkjun sem gerði ráð fyrir að lágþrýstivél væri bætt við vinnsluna sem áætlað var að myndi auka rafmagnsframleiðslu um allt að 40 MW. Skipulagsstofnun taldi að breytingarnar væru ekki tilkynningarskyldar til ákvörðunar um matsskyldu þar sem fyrir lá, samkvæmt framlögðum gögnum OR, að þó að um væri að ræða aukna rafmagnsframleiðslu um 40 MW, úr 120 MW framleiðslu í 160 MW, myndi sú aukning ekki hafa í för með sér neikvæð umhverfisáhrif umfram þau áhrif sem áður höfðu verið til umfjöllunar í mati á umhverfisáhrifum virkjunar á Hellisheiði. Hins vegar fékk Skipulagsstofnun erindi frá OR árið 2007 þar sem fyrirtækið gerði grein fyrir áformum um aukningu rafmagnsframleiðslu um 30 MW með því að hækka rekstur á hverri vélasamstæðu úr 40 MW í 45 MW. Skipulagsstofnun taldi að þessi áform væru ekki tilkynningarskyld til ákvörðunar um matsskyldu samkvæmt lögum. Stofnunin taldi að ljóst væri, samkvæmt framlögðum gögnum OR, að þó að um yrði að ræða aukna rafmagnsframleiðslu um 30 MW myndi sú aukning ekki hafa í för með sér neikvæð umhverfisáhrif annars eðlis eða meiri umfram þau áhrif sem áður höfðu verið til umfjöllunar í mati á umhverfisáhrifum ofangreindra framkvæmda við virkjun og stækkun. Þannig hefur komið til umfjöllunar Skipulagsstofnunar samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum alls um 310 MW rafmagnsframleiðsla Hellisheiðarvirkjunar og 400 MW heitavatnsframleiðsla.Kunnuglegt stef Ýmsir óvissuþættir voru til staðar þegar úrskurðir vegna framkvæmda við Hellisheiðarvirkjun voru gerðir, og má lesa í ítarlegum úrskurðum Skipulagsstofnunar. Þeir hljóma kunnuglega í eyrum þeirra sem hafa fylgst með umræðunni um vanda virkjunarinnar nú áratug síðar. Skipulagsstofnun taldi ljóst að sú jarðhitavinnsla sem fyrirhuguð var á Hellisheiði í byrjun mætti túlka sem ágenga vinnslustefnu. „Vegna þeirrar óvissu sem ríkir um áhrif 120 MW virkjunar á Hellisheiði á jarðhitakerfið hefði að mati stofnunarinnar verið ákjósanlegra í upphafi að ráðast í virkjun minni áfanga, til dæmis 40 MW áfanga. Þannig hefði verið unnt að meta betur viðbrögð kerfisins við vinnslu og fyrir lægi betri grunnur til að byggja á frekari nýtingu svæðisins, auk minni óvissu um áhrif nýtingar,“ segir í fyrri úrskurðinum frá 2004. Skortur á þekkingu og reynslu af rekstri jarðhitavirkjana setti enn fremur spurningarmerki við hraða framkvæmdarinnar, að mati Skipulagsstofnunar á þeim tíma.
Fréttaskýringar Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Erlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Fleiri fréttir Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Sjá meira