Innlent

750 stelpur spila fótbolta í Eyjum

Sigríður Björg Tómasdóttir skrifar
Þessar stúlkur úr HK létu rigninguna í dag ekki á sig fá.
Þessar stúlkur úr HK létu rigninguna í dag ekki á sig fá. Myndir/óskar P. Friðriksson
Pæjumót 5. flokks stúlkna í fótbolta hófst í Vestmannaeyjum í dag. 750 stelpur eru mættar út í Eyjar auk þjálfara og aðstandenda.

„Það er öll gisting uppbókuð hér, fólk gistir út um allan bæ, á tjaldsvæðum, hótelum og í heimahúsum,“ segir Einar Friðþjófsson framkvæmdastjóri mótsins. Hann segir mikið fjör í Eyjum þegar pæjumótið fer fram.

„Það er spilað fram á laugardag og svo er mikið fjör á kvöldvökunni, það verður Idol-keppni á milli liða.“

Rigningarúði var í Vestmannaeyjum í dag. „En það er sól og blíða í kortunum um helgina.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×