Ríkisstjórnin sögð svíkja loforð í skuldamálum Höskuldur Kári Schram skrifar 13. júní 2013 22:30 Þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja gefin kosningaloforð varðandi skuldavanda heimilanna á þingi í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mælti á Alþingi í dag fyrir þingsályktunartillögu um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Tillagan er í tíu liðum og felur meðal annars í sér að settur verður á fót sérfræðingahópur sem á að útfæra mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra lána. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, spurði hvers vegna tillagan fæli ekki í sér beinar aðgerðir strax í sumar. „Og háttvirtur þingmaður hlýtur líka að skilja að ný ríkisstjórn vilji læra af mistökum fyrri ríkisstjórnar og setja ekki lög sem ekki standast skoðun,“ var svar forsætisráðherra. „Vilji vanda til verks, setja eingöngu lög sem munu standast fyrir dómstólum og standast hvað varðar sanngirni. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi tillöguna og sagði að hún væri óljós og ekki í samræmi við kosningaloforð framsóknarmanna. „Hér er bara verið að tala með almennu blaðri og lofti um ekki neitt. Það er ekkert í þessu efnislegt sem hönd á festir og það er auðvitað ekki sæmandi ríkisstjórn sem situr í krafti þess að hafa lofað mönnum handföstum aðgerðum í skuldalækkun núna í sumar.“ Forsætisráðherra sakaði Árna Pál um rangfærslur og útúrsnúninga. „Það gengur ekki að háttvirtur þingmaður Árni Páll Árnason haldi áfram, enn, eftir að búið er að leiðrétta hann nokkrum sinnum, að fullyrða að framsóknarmenn hafi boðað að það yrðu greiddar út, sendar út einhverjar ávísanir eða fólk fengi peninga borgaða strax í sumar vegna skuldaleiðréttingaraðgerða. Það hefur legið fyrir frá upphafi að þetta héldist í hendur við annað og tengdist öðrum málum.“ Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að svíkja gefin kosningaloforð varðandi skuldavanda heimilanna á þingi í dag. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mælti á Alþingi í dag fyrir þingsályktunartillögu um aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Tillagan er í tíu liðum og felur meðal annars í sér að settur verður á fót sérfræðingahópur sem á að útfæra mismunandi leiðir til að ná fram höfuðstólslækkun verðtryggðra lána. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, spurði hvers vegna tillagan fæli ekki í sér beinar aðgerðir strax í sumar. „Og háttvirtur þingmaður hlýtur líka að skilja að ný ríkisstjórn vilji læra af mistökum fyrri ríkisstjórnar og setja ekki lög sem ekki standast skoðun,“ var svar forsætisráðherra. „Vilji vanda til verks, setja eingöngu lög sem munu standast fyrir dómstólum og standast hvað varðar sanngirni. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi tillöguna og sagði að hún væri óljós og ekki í samræmi við kosningaloforð framsóknarmanna. „Hér er bara verið að tala með almennu blaðri og lofti um ekki neitt. Það er ekkert í þessu efnislegt sem hönd á festir og það er auðvitað ekki sæmandi ríkisstjórn sem situr í krafti þess að hafa lofað mönnum handföstum aðgerðum í skuldalækkun núna í sumar.“ Forsætisráðherra sakaði Árna Pál um rangfærslur og útúrsnúninga. „Það gengur ekki að háttvirtur þingmaður Árni Páll Árnason haldi áfram, enn, eftir að búið er að leiðrétta hann nokkrum sinnum, að fullyrða að framsóknarmenn hafi boðað að það yrðu greiddar út, sendar út einhverjar ávísanir eða fólk fengi peninga borgaða strax í sumar vegna skuldaleiðréttingaraðgerða. Það hefur legið fyrir frá upphafi að þetta héldist í hendur við annað og tengdist öðrum málum.“
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Sjá meira