Innlent

Lagðir af stað yfir Atlantshafið

Hér sést hinn sérútbúni bátur sem félagarnir ætla að sigla á yfir Atlantshafið.
Hér sést hinn sérútbúni bátur sem félagarnir ætla að sigla á yfir Atlantshafið.

Róðrarkapparnir Einar Örn Sigurdórsson, Eyþór Eðvarðsson, Kjartan Jakob Hauksson og Svanur Wilcox lögðu af stað á sérútbúnum róðrarbáti yfir Atlantshafið frá Noregi til Íslands í gærmorgun. Þetta hefur aldrei verið gert áður og ef þeim tekst ætlunarverkið verður afrek þeirra skráð í heimsmetabók Guinness.

„Þeir voru frekar þreyttir klukkan sex þegar þeir lögðu af stað en mjög sprækir að öðru leyti og bara tilbúnir í slaginn. Þeir höfðu náttúrulega þurft að bíða í tæpar þrjár vikur eftir hagstæðum veðurskilyrðum, það hefur verið norðvestanátt síðan þeir lögðu af stað frá Kristianstad 17. maí þannig að þeir hafa bara getað tekið svona dagleiðir meðfram ströndinni,“ segir Ingrid Kuhlman, fjölmiðlafulltrúi leiðangursins.

Á næstu vikum ætla þeir sér að róa um 2.000 kílómetra leið yfir Atlantshafið, með viðkomu í Orkneyjum og Færeyjum. Ásamt því að setja heimsmet vilja fjórmenningarnir vekja athygli á tengslum Íslands við Noreg, Orkneyjar og Færeyjar.

„Sem betur fer þá rættist spáin og það lítur vel út næstu daga þannig að þeir gera ráð fyrir því að vera komnir til Orkneyja vonandi í lok vikunnar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×