136 banaslys í ferðamennsku á áratug Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 10. júní 2013 14:00 Ekki er hægt að gera staðbundna veðurspá fyrir svæðið að Fjallabaki og er það meðal atriða sem dregur úr öryggi ferðamanna. Fréttablaðið /Vilhelm Á fyrsta áratug aldarinnar, eða frá 2000 til 2010, létust 136 Íslendingar og útlendingar á ferðum sínum um landið. Af þeim létust 56 prósent í umferðarslysum. „Banaslysum í umferðinni hefur fækkað á undanförnum þremur árum en alvarlegum slysum í umferðinni hefur hins vegar fjölgað. Allir sem koma að ferðaþjónustu þurfa að taka höndum saman til að fækka slysum. Grunnstoðirnar í samfélaginu hafa ekki náð að halda í við aukinn fjölda ferðamanna,“ segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Undanfarnar vikur hefur félagið uppfært og greint banaslys tengd ferðamennsku síðastliðinn áratug með gögnum frá Slysaskráningu Íslands, Rannsóknarnefnd umferðarslysa og Hagstofunnar auk gagna Landsbjargar sjálfrar. Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörgu, segir að núverandi lög og reglugerðir um ferðaþjónustu geri litlar kröfur um öryggismál. Við söfnun gagnanna var miðað við að ferðalag hafi staðið eða átt að standa í að minnsta kosti sólarhring en einnig var miðað við að viðkomandi hefði stundað einhvers konar afþreyingu í dagsferð, að því er Jónas greinir frá. „Það má segja að tölurnar séu ansi áreiðanlegar. Ráðist var í þessa vinnu til þess að geta metið betur hvert beina eigi forvörnum og til að meta árangur forvarna.“ Að sögn Jónasar gera núverandi lög og reglugerðir um ferðaþjónustu litlar sem engar kröfur um öryggismál þótt Ferðamálastofa sé nýbúin að gefa út leiðbeinandi reglur. „Gera þarf meiri kröfur, en stundum getur eitt einfalt öryggisatriði breytt miklu. Við Seljalandsfoss verður til dæmis fjöldi slysa þegar ferðamenn mætast á stígnum umhverfis fossinn sem er moldardrulla og grjót. Ef ákveðið væri að allir gengju réttsælis þyrfti fólk ekki að víkja og stíga til hliðar," segir Jónas. "Slíkt gæti komið í veg fyrir slys. Það er margt sem hægt er að gera til að draga úr líkum á slysum en fáir horfa á þá þætti. Við erum langt á eftir miðað við þann fjölda ferðamanna sem hingað kemur. Fjallabak er vinsæl leið og þangað koma líklega 150 til 200 þúsund manns á sumri. Það er hins vegar ekki hægt að finna staðbundna veðurspá fyrir svæðið. Menn verða að draga ályktanir frá veðurstöðvum lengra í burtu,“ segir Jónas Guðmundsson. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Á fyrsta áratug aldarinnar, eða frá 2000 til 2010, létust 136 Íslendingar og útlendingar á ferðum sínum um landið. Af þeim létust 56 prósent í umferðarslysum. „Banaslysum í umferðinni hefur fækkað á undanförnum þremur árum en alvarlegum slysum í umferðinni hefur hins vegar fjölgað. Allir sem koma að ferðaþjónustu þurfa að taka höndum saman til að fækka slysum. Grunnstoðirnar í samfélaginu hafa ekki náð að halda í við aukinn fjölda ferðamanna,“ segir Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Undanfarnar vikur hefur félagið uppfært og greint banaslys tengd ferðamennsku síðastliðinn áratug með gögnum frá Slysaskráningu Íslands, Rannsóknarnefnd umferðarslysa og Hagstofunnar auk gagna Landsbjargar sjálfrar. Jónas Guðmundsson, verkefnastjóri hjá Landsbjörgu, segir að núverandi lög og reglugerðir um ferðaþjónustu geri litlar kröfur um öryggismál. Við söfnun gagnanna var miðað við að ferðalag hafi staðið eða átt að standa í að minnsta kosti sólarhring en einnig var miðað við að viðkomandi hefði stundað einhvers konar afþreyingu í dagsferð, að því er Jónas greinir frá. „Það má segja að tölurnar séu ansi áreiðanlegar. Ráðist var í þessa vinnu til þess að geta metið betur hvert beina eigi forvörnum og til að meta árangur forvarna.“ Að sögn Jónasar gera núverandi lög og reglugerðir um ferðaþjónustu litlar sem engar kröfur um öryggismál þótt Ferðamálastofa sé nýbúin að gefa út leiðbeinandi reglur. „Gera þarf meiri kröfur, en stundum getur eitt einfalt öryggisatriði breytt miklu. Við Seljalandsfoss verður til dæmis fjöldi slysa þegar ferðamenn mætast á stígnum umhverfis fossinn sem er moldardrulla og grjót. Ef ákveðið væri að allir gengju réttsælis þyrfti fólk ekki að víkja og stíga til hliðar," segir Jónas. "Slíkt gæti komið í veg fyrir slys. Það er margt sem hægt er að gera til að draga úr líkum á slysum en fáir horfa á þá þætti. Við erum langt á eftir miðað við þann fjölda ferðamanna sem hingað kemur. Fjallabak er vinsæl leið og þangað koma líklega 150 til 200 þúsund manns á sumri. Það er hins vegar ekki hægt að finna staðbundna veðurspá fyrir svæðið. Menn verða að draga ályktanir frá veðurstöðvum lengra í burtu,“ segir Jónas Guðmundsson.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira