Þorskkvótinn verður aukinn 7. júní 2013 07:00 Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun leggur til að þorskafli verði aukinn úr ríflega 195 þúsund tonnum í 215 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Stofnunin kynnti í gær tillögur sínar um hámarksafla þrjátíu fiskistofna á næsta fiskveiðiári. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, segir í formála skýrslu stofnunarinnar að veiðihlutfall þorsks hafi á síðasta áratug lækkað úr 35 til 40% af stofni í um 20%. Þessi þróun hafi haft í för með sér að árgangar endist betur í stofninum og hann fari því vaxandi. Ljóst er að aukning þorskkvótans er nokkur búhnykkur fyrir íslenskt efnahagslíf. Fljótt á litið gæti aukning þorskkvótans upp í 215 þúsund tonn skilað um 2 til 2,5 milljörðum króna í auknum útflutningstekjum á þessu ári og á næsta ári gæti aukningin numið 5,5 til 6,5 milljörðum miðað við núverandi þorskverð. Að teknu tilliti til aukins innflutnings aðfanga gæti hreint gjaldeyrisinnflæði aukist um allt að 1,5 milljarða á þessu ári og allt að 4 milljarða á því næsta. Aukin þorskveiði gæti því ein og sér valdið hagvexti upp á ríflega 0,3% varlega áætlað. Viðmiðunarstofn þorsks hefur stækkað um nær 55% á síðustu sex árum og mældist 1.173 þúsund tonn í byrjun árs. Hefur stofninn ekki verið jafn stór í þrjá áratugi. Segir í skýrslunni að verði 20% aflareglunni fylgt áfram sé útlit fyrir að stofninn styrkist enn frekar. Þá geti aflamark verið komið upp í 250 þúsund tonn árið 2017. Aflareglan felur í sér að leyfa skuli veiðar á 20% af viðmiðunarstofni en raunar valda ýmsar viðbótarheimildir og tilfærslur milli ára því að veiðar geti vikið frá viðmiðinu. Hafró leggur til að aflamark ýsu verði 38 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári samanborið við 36 þúsund tonn á yfirstandandi ári. Samkvæmt mælingum Hafró fer ýsustofninn þó minnkandi þar sem síðustu árgangar hafa verið litlir. Þegar kemur að öðrum helstu nytjastofnum leggur stofnunin til að leyfður ufsaafli verði 57 þúsund tonn samanborið við 50 þúsund tonn afla á yfirstandandi ári. Þá er gerð tillaga um 52 þúsund tonna hámarksafla á gullkarfa samanborið við 45 þúsund tonn í ár. Tillögur Hafró um aflamark annarra stofna eru flestar í takti við tillögur ársins í fyrra. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira
Hafrannsóknastofnun leggur til að þorskafli verði aukinn úr ríflega 195 þúsund tonnum í 215 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Stofnunin kynnti í gær tillögur sínar um hámarksafla þrjátíu fiskistofna á næsta fiskveiðiári. Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró, segir í formála skýrslu stofnunarinnar að veiðihlutfall þorsks hafi á síðasta áratug lækkað úr 35 til 40% af stofni í um 20%. Þessi þróun hafi haft í för með sér að árgangar endist betur í stofninum og hann fari því vaxandi. Ljóst er að aukning þorskkvótans er nokkur búhnykkur fyrir íslenskt efnahagslíf. Fljótt á litið gæti aukning þorskkvótans upp í 215 þúsund tonn skilað um 2 til 2,5 milljörðum króna í auknum útflutningstekjum á þessu ári og á næsta ári gæti aukningin numið 5,5 til 6,5 milljörðum miðað við núverandi þorskverð. Að teknu tilliti til aukins innflutnings aðfanga gæti hreint gjaldeyrisinnflæði aukist um allt að 1,5 milljarða á þessu ári og allt að 4 milljarða á því næsta. Aukin þorskveiði gæti því ein og sér valdið hagvexti upp á ríflega 0,3% varlega áætlað. Viðmiðunarstofn þorsks hefur stækkað um nær 55% á síðustu sex árum og mældist 1.173 þúsund tonn í byrjun árs. Hefur stofninn ekki verið jafn stór í þrjá áratugi. Segir í skýrslunni að verði 20% aflareglunni fylgt áfram sé útlit fyrir að stofninn styrkist enn frekar. Þá geti aflamark verið komið upp í 250 þúsund tonn árið 2017. Aflareglan felur í sér að leyfa skuli veiðar á 20% af viðmiðunarstofni en raunar valda ýmsar viðbótarheimildir og tilfærslur milli ára því að veiðar geti vikið frá viðmiðinu. Hafró leggur til að aflamark ýsu verði 38 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári samanborið við 36 þúsund tonn á yfirstandandi ári. Samkvæmt mælingum Hafró fer ýsustofninn þó minnkandi þar sem síðustu árgangar hafa verið litlir. Þegar kemur að öðrum helstu nytjastofnum leggur stofnunin til að leyfður ufsaafli verði 57 þúsund tonn samanborið við 50 þúsund tonn afla á yfirstandandi ári. Þá er gerð tillaga um 52 þúsund tonna hámarksafla á gullkarfa samanborið við 45 þúsund tonn í ár. Tillögur Hafró um aflamark annarra stofna eru flestar í takti við tillögur ársins í fyrra.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Sjá meira