Innlent

Vatnajökull bar sigur úr býtum

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Ölvisholt hefur um skeið bruggað bjórinn Vatnajökul, en bjórar brugghússins hafa víða vakið lukku.
Ölvisholt hefur um skeið bruggað bjórinn Vatnajökul, en bjórar brugghússins hafa víða vakið lukku. Mynd/Ölvisholt

Vatnajökull frá Ölvisholti var valinn besti bjórinn á nýafstaðinni bjórhátíð á Hólum í Hjaltadal. Hátíðin var haldin í þriðja sinn í byrjun mánaðarins.

Fram kemur á Feyki.is að um hundrað manns hafi mætt á hátíðina og bjór hafi verið á boðstólum frá öllum framleiðendum landsins.

Vatnajökull er bruggaður úr ís úr Jökulsárlóni og fæst einungis á veitingastöðum í nágrenni Vatnajökuls.

Í öðru sæti var svo Arctic Berry Ale frá Vífilfelli – Viking Brugghúsi og Tumi Humall IPA frá Gæðingi Brugghúsi í þriðja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×