Innlent

Ísland með forskot

Lovísa Eiríksdóttir skrifar
Gagnaver Verne
Gagnaver Verne Fréttablaðið/Pjetur

Ísland er einkar ákjósanlegur staður fyrir gagnaver samkvæmt nýrri skýrlsu sem ráðgjafafyrirtækið BroadGroup vann fyrir Landsvirkjun. Að mati BroadGroup hefur landið samkeppnisforskot á önnur lönd, meðal annars vegna hreinnar og ódýrrar orku.

Ríkarður Ríkarðsson, forstöðumaður sölu- og markaðssviðs Landsvirkjunar, segir í viðtali á vef Viðskiptablaðsins að skýrslan staðfesti að Ísland búi yfir öllum þeim grunnþáttum sem þarf fyrir gagnaversiðnað og segir hann skýrsluna skipta miklu máli þar sem iðnaðurinn er farinn að líta á Ísland sem raunverulegan valkost.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×