Innlent

Óljóst með dagskrá þingsins

Þing verður sett klukkan 13.30 í dag. Einar K. Guðfinnsson stýrir fundi sem starfsaldursforseti, í fjarveru Steingríms J. Sigfússonar, en Einar verður síðan kjörinn forseti Alþingis.
Þing verður sett klukkan 13.30 í dag. Einar K. Guðfinnsson stýrir fundi sem starfsaldursforseti, í fjarveru Steingríms J. Sigfússonar, en Einar verður síðan kjörinn forseti Alþingis. fréttablaðið/gva

Alþingi verður sett í dag og reiknað er með því að fundað verði í tvær til þrjár vikur.

Dagskráin liggur ekki enn fyrir en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra mun flytja stefnuræðu sína á mánudag. Fyrsti vinnudagur þingsins verður síðan á þriðjudag. Vinna stendur yfir í ráðuneytunum um þau mál sem tekin verða fyrir á sumarþinginu. Áður hefur komið fram að líklegast sé að tekið verði á tryggingargjaldi á fyrirtæki.

Ákveðið var í gær að stjórnarandstaðan fengi formennsku í tveimur fastanefndum þingsins. Til fastanefnda teljast allsherjar- og menntamálanefnd, atvinnuveganefnd, efnahags- og viðskiptanefnd, fjárlaganefnd, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, umhverfis- og samgöngunefnd, utanríkismálanefnd og velferðarnefnd. Þá mun stjórnarandstaðan fá fyrsta varaformann í þremur fastanefndanna og annan varaformann í öðrum þremur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×