Erum rík af illa förnu landi 6. júní 2013 07:00 Búfjárbeit á lítt grónu landi veldur miklu álagi. MYND/ÚR EINKASAFNI Náttúruvernd „Íslenska þjóðin er afskaplega rík af illa förnu landi. Ástand lands er víða afar slæmt og stór hluti þurrlendisvistkerfa er alvarlega raskaður,“ sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri í samtali við fréttastofu 365. Nýlega kom út ársskýrsla Landgræðslu ríkisins fyrir síðasta ár og ritar Sveinn þar formála þar sem hann segir meðal annars að landkostir séu víða í hróplegu ósamræmi við raunveruleg gróðurskilyrði í landinu. Honum þykir einnig brýnt að auka rannsóknir sem skýri betur tengsl landheilsu og landnýtingar. Sveinn segir mikilvægt markmið landgræðslu að vinna að því að sumarbeit á afréttum landsins og öðrum sameiginlegum sumarbeitilöndum verði sjálfbær og stofnunin útfæri skilvirk stjórntæki til að vinna að því. Ljóst sé að búfjárbeit á lítt grónu landi valdi miklu beitarálagi. „Beitin fjarlægir nýgræðinginn á stóru svæði, en samt deila sumir landnotendur við vísindafólk um hvort þetta sé skaðlegt landinu og geti talist sjálfbær landnýting.“ Sveinn segir ástæður þessarar landhnignunar margar. „Fyrst og fremst stafar þetta af samspili ofnýtingar lands við áhrif óblíðra veðurafla og tíðra eldgosa,“ bætti Sveinn við. Hann segir sérkennilega stöðu ríkja á Íslandi. „Þegar tekist er á um auðlindir hafsins getur ein stofnun fyrirvaralaust lokað svæðum þar sem ástand fiskistofnanna liggur fyrir í rannsóknum. En þar sem rústuð vistkerfi blasa við mönnum á sumum afréttum geta þeir endalaust deilt um hvort ástandið sé gott eða slæmt og gróðurverndarstofnanir hafa nánast engin þvingunarákvæði til að tryggja sjálfbæra nýtingu,“ sagði Sveinn enn fremur. Í lögum um landgræðslu og lögum um fjallskil og afréttarmál eru heimildarákvæði um gerð ítölu, þ.e. um ákvörðum leyfilegs fjölda búfjár á viðkomandi afrétt. Sveinn segir núverandi ákvæði um ítölu ekki hafa reynst skilvirk til að tryggja sjálfbæra nýtingu. Árið 1997 lauk heildarúttekt á jarðvegsrofi á Íslandi, sem unnin var af Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og Landgræðslu ríkisins. Niðurstöður hennar sýndu umtalsvert eða alvarlegt jarðvegsrof á 40 prósent landsins, eða 52 prósentum þegar hæstu fjöll, jöklar, ár og vötn eru undanskilin. Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira
Náttúruvernd „Íslenska þjóðin er afskaplega rík af illa förnu landi. Ástand lands er víða afar slæmt og stór hluti þurrlendisvistkerfa er alvarlega raskaður,“ sagði Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri í samtali við fréttastofu 365. Nýlega kom út ársskýrsla Landgræðslu ríkisins fyrir síðasta ár og ritar Sveinn þar formála þar sem hann segir meðal annars að landkostir séu víða í hróplegu ósamræmi við raunveruleg gróðurskilyrði í landinu. Honum þykir einnig brýnt að auka rannsóknir sem skýri betur tengsl landheilsu og landnýtingar. Sveinn segir mikilvægt markmið landgræðslu að vinna að því að sumarbeit á afréttum landsins og öðrum sameiginlegum sumarbeitilöndum verði sjálfbær og stofnunin útfæri skilvirk stjórntæki til að vinna að því. Ljóst sé að búfjárbeit á lítt grónu landi valdi miklu beitarálagi. „Beitin fjarlægir nýgræðinginn á stóru svæði, en samt deila sumir landnotendur við vísindafólk um hvort þetta sé skaðlegt landinu og geti talist sjálfbær landnýting.“ Sveinn segir ástæður þessarar landhnignunar margar. „Fyrst og fremst stafar þetta af samspili ofnýtingar lands við áhrif óblíðra veðurafla og tíðra eldgosa,“ bætti Sveinn við. Hann segir sérkennilega stöðu ríkja á Íslandi. „Þegar tekist er á um auðlindir hafsins getur ein stofnun fyrirvaralaust lokað svæðum þar sem ástand fiskistofnanna liggur fyrir í rannsóknum. En þar sem rústuð vistkerfi blasa við mönnum á sumum afréttum geta þeir endalaust deilt um hvort ástandið sé gott eða slæmt og gróðurverndarstofnanir hafa nánast engin þvingunarákvæði til að tryggja sjálfbæra nýtingu,“ sagði Sveinn enn fremur. Í lögum um landgræðslu og lögum um fjallskil og afréttarmál eru heimildarákvæði um gerð ítölu, þ.e. um ákvörðum leyfilegs fjölda búfjár á viðkomandi afrétt. Sveinn segir núverandi ákvæði um ítölu ekki hafa reynst skilvirk til að tryggja sjálfbæra nýtingu. Árið 1997 lauk heildarúttekt á jarðvegsrofi á Íslandi, sem unnin var af Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og Landgræðslu ríkisins. Niðurstöður hennar sýndu umtalsvert eða alvarlegt jarðvegsrof á 40 prósent landsins, eða 52 prósentum þegar hæstu fjöll, jöklar, ár og vötn eru undanskilin.
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Sjá meira