Grjótagjá sögð vera gjörspillt og vanvirt 4. júní 2013 07:00 Mynd/Hörður Jónasson „Mér finnst þetta vera ein mesta óvirðing við náttúruperlu sem ég veit um,“ segir Hörður Jónasson ökulóðs um ástand mála við Grjótagjá í Mývatnssveit. Grjótagjá er gríðarvinsæll viðkomustaður ferðamanna. Heitt vatn er í gjánni og þar til fyrir nokkrum árum var hún nýtt til baða, bæði af bændum og búaliði, sem slöppuðu þar af eftir strit dagsins, og af almenningi. Í kjölfar Kröfluelda á áttunda áratugnum hitnaði vatnið í Grjótagjá í um sextíu gráður og fólk hætti að baða sig þar. Vatnið hefur þó kólnað síðan og baðgestir eru komnir á stjá að nýju. Hörður telur Grjótagjá náttúruperlu á pari við gjána Silfru á Þingvöllum. Árlega heimsækja tugþúsundir ferðamanna staðinn, sem skiptist í Kvennagjá og Karlagjá. „Nú hefur verið malbikaður vegur að gjánni frá Kísiliðjunni. Malbikið endar ekki langt frá gjánum tveimur. Hvers vegna var ekki malbikað bílastæði í leiðinni og afmarkað hversu nálægt mætti aka?“ spyr Hörður, sem kveður ástandið ömurlegt. „Nú er hægt að aka alveg að gjánum og er umhverfi þeirra gjörspillt, úttraðkað og gróður blásinn upp, upplýsingaskilti af skornum skammti og þannig mætti áfram telja. Ég bara skil ekki hvers vegna ekki hefur verið mótað aðgengi að gjánni til að vernda umhverfi hennar fyrir löngu síðan,“ segir Hörður. Gísli Sigurðarson, skrifstofustjóri hjá Skútustaðahreppi, segir Grjótagjá á einkalandi. „Hreppurinn hefur ekkert með þetta að gera. En ef það er eitthvað þarna til skammar er það væntanlega eitthvað sem ferðamenn hafa skilið eftir,“ segir Gísli. Grjótagjá er í landi Voga. Gunnar Rúnar Pétursson, einn landeigenda þar, segir menn geta haft hvaða skoðun sem þeir vilja. „Staðurinn hefur gríðarlegt aðdráttarafl og að honum er frjáls aðgangur,“ útskýrir Gunnar. „Það er einfaldlega ekki stefna landeigenda og tíðkast ekki á Íslandi að heimamenn séu að hefta aðgengi að ferðamannastöðum.“ Gunnar segir ekki hægt að vernda umhverfi Grjótagjár fyrir traðki. Rangt sé að gróður hafi skemmst. „Það hefur aldrei verið neinn gróður þarna,“ bendir landeigandinn á. Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
„Mér finnst þetta vera ein mesta óvirðing við náttúruperlu sem ég veit um,“ segir Hörður Jónasson ökulóðs um ástand mála við Grjótagjá í Mývatnssveit. Grjótagjá er gríðarvinsæll viðkomustaður ferðamanna. Heitt vatn er í gjánni og þar til fyrir nokkrum árum var hún nýtt til baða, bæði af bændum og búaliði, sem slöppuðu þar af eftir strit dagsins, og af almenningi. Í kjölfar Kröfluelda á áttunda áratugnum hitnaði vatnið í Grjótagjá í um sextíu gráður og fólk hætti að baða sig þar. Vatnið hefur þó kólnað síðan og baðgestir eru komnir á stjá að nýju. Hörður telur Grjótagjá náttúruperlu á pari við gjána Silfru á Þingvöllum. Árlega heimsækja tugþúsundir ferðamanna staðinn, sem skiptist í Kvennagjá og Karlagjá. „Nú hefur verið malbikaður vegur að gjánni frá Kísiliðjunni. Malbikið endar ekki langt frá gjánum tveimur. Hvers vegna var ekki malbikað bílastæði í leiðinni og afmarkað hversu nálægt mætti aka?“ spyr Hörður, sem kveður ástandið ömurlegt. „Nú er hægt að aka alveg að gjánum og er umhverfi þeirra gjörspillt, úttraðkað og gróður blásinn upp, upplýsingaskilti af skornum skammti og þannig mætti áfram telja. Ég bara skil ekki hvers vegna ekki hefur verið mótað aðgengi að gjánni til að vernda umhverfi hennar fyrir löngu síðan,“ segir Hörður. Gísli Sigurðarson, skrifstofustjóri hjá Skútustaðahreppi, segir Grjótagjá á einkalandi. „Hreppurinn hefur ekkert með þetta að gera. En ef það er eitthvað þarna til skammar er það væntanlega eitthvað sem ferðamenn hafa skilið eftir,“ segir Gísli. Grjótagjá er í landi Voga. Gunnar Rúnar Pétursson, einn landeigenda þar, segir menn geta haft hvaða skoðun sem þeir vilja. „Staðurinn hefur gríðarlegt aðdráttarafl og að honum er frjáls aðgangur,“ útskýrir Gunnar. „Það er einfaldlega ekki stefna landeigenda og tíðkast ekki á Íslandi að heimamenn séu að hefta aðgengi að ferðamannastöðum.“ Gunnar segir ekki hægt að vernda umhverfi Grjótagjár fyrir traðki. Rangt sé að gróður hafi skemmst. „Það hefur aldrei verið neinn gróður þarna,“ bendir landeigandinn á.
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira