Innlent

Matthías Máni ákærður á ný

ósk skrifar
Matthías Máni
Matthías Máni

Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla-Hrauni um miðjan desember í fyrra, hefur verið ákærður af lögreglustjóranum á Selfossi fyrir hegningarlagabrot á meðan á flóttanum stóð.

Matthías Máni er ákærður fyrir að hafa meðal annars stolið vopnum og farartækjum. Hann er einnig ákærður fyrir að hafa brotist inn í sumarbústaði og stolið fatnaði, mat og vistum. Mál Matthíasar var tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Hann fékk frest til fimmtudagsins 6. júní. Matthías Máni situr inni á Litla-Hrauni fyrir tilraun til manndráps.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×