Innlent

Lokað útboð vegna sérhæfingar

gar skrifar
Ýmsar endurbætur standa fyrir dyrum á Hressingarhælinu sem menntamálaráðherra friðaði í fyrra.
Ýmsar endurbætur standa fyrir dyrum á Hressingarhælinu sem menntamálaráðherra friðaði í fyrra. Fréttablaðið/Heiða

Guðríður Arnardóttir, fulltrúi Samfylkingar í framkvæmdaráði Kópavogs, gagnrýnir að útboð vegna endurbóta á hressingarhælinu í bænum sé ekki opið heldur sé efnt til lokaðs útboðs meðal sex valinna verktaka.

„Mjög óskýrar forsendur eru fyrir því að leitað sé til þröngs hóps verktaka og ekki liggur fyrir hvaða aðilum verður boðið að taka þátt í verkinu,“ bókaði Guðríður. Gunnar I. Birgisson úr Sjálfstæðisflokki og Ómar Stefánsson úr Framsóknarflokki bókuðu þá að verkið væri mjög sérhæft og því eðlilegt að það færi í lokað útboð. „Sé verkið sérhæft er ekkert því til fyrirstöðu að setja um það ramma í opnu útboði,“ taldi Guðríður hins vegar.

Endurnýja á glugga, útihurðir og þak auk múrviðgerða og málunar utanhúss. Það var Kvenfélagið Hringurinn sem stóð fyrir byggingu Hressingarhælisins sem var tekið í notkun árið 1926. Húsið er friðað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×