Tígurinn snýr aftur Sara McMahon skrifar 30. maí 2013 12:00 Carol Lim og Humberto Leon hafa endurvakið vinsældir Kenzo með litríkri og fallegri hönnun sinni. Tískuhúsið Kenzo hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að Carol Lim og Humberto Leon, eigendur Opening Ceremony, tóku við sem yfirhönnuðir þess. Parið endurvakti meðal annars Kenzo-tígurinn, peysur er skörtuðu kattardýrinu og urðu ein vinsælasta tískuflík ársins 2012. Kenzo var stofnað af japanska hönnuðinum Kenzo Takada á áttunda áratug síðustu aldar. Hönnun Takada þótti djörf og litrík og vakti strax mikla athygli. Árið 1976 opnaði hann glæsilega verslun við Place des Victoires í París. Árið 1983 frumsýndi Takada fyrstu herralínu sína og áratug síðar tók stórveldið LVMH við rekstri hússins. Takada hætti störfum árið 1999 og nokkru síðar tóku vinsældir tískuhússins að dvína. Lim og Leon eru hvorug menntuð sem fatahönnuðir en deila áhuga á ferðalögum og innkaupum. Þau tóku snemma þá ákvörðun að finna sér starf sem sameinaði þessi tvö áhugamál og ákváðu að stofna tískuverslunina Opening Ceremony. Skömmu eftir opnun verslunarinnar hófu þau að hanna samnefnt fatamerki sem sló fljótlega í gegn. Og ævintýri tvíeykisins heldur áfram með Kenzo. Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Tískuhúsið Kenzo hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga eftir að Carol Lim og Humberto Leon, eigendur Opening Ceremony, tóku við sem yfirhönnuðir þess. Parið endurvakti meðal annars Kenzo-tígurinn, peysur er skörtuðu kattardýrinu og urðu ein vinsælasta tískuflík ársins 2012. Kenzo var stofnað af japanska hönnuðinum Kenzo Takada á áttunda áratug síðustu aldar. Hönnun Takada þótti djörf og litrík og vakti strax mikla athygli. Árið 1976 opnaði hann glæsilega verslun við Place des Victoires í París. Árið 1983 frumsýndi Takada fyrstu herralínu sína og áratug síðar tók stórveldið LVMH við rekstri hússins. Takada hætti störfum árið 1999 og nokkru síðar tóku vinsældir tískuhússins að dvína. Lim og Leon eru hvorug menntuð sem fatahönnuðir en deila áhuga á ferðalögum og innkaupum. Þau tóku snemma þá ákvörðun að finna sér starf sem sameinaði þessi tvö áhugamál og ákváðu að stofna tískuverslunina Opening Ceremony. Skömmu eftir opnun verslunarinnar hófu þau að hanna samnefnt fatamerki sem sló fljótlega í gegn. Og ævintýri tvíeykisins heldur áfram með Kenzo.
Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Hálft ár af hári Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira