Lífið

Adele er best fyrir flughrædda

Breska stórstjarnan er sjálf flughrædd en tónlist hennar gæti gagnast fólki í svipuðum aðstæðum.
Breska stórstjarnan er sjálf flughrædd en tónlist hennar gæti gagnast fólki í svipuðum aðstæðum. Nordicphotos/Getty

Lagið Someone like you með bresku söngkonunni Adele hentar best til að róa taugar flughræddra, ef marka má rannsókn sem kvíðasálfræðingurinn Dr. Becky Spelman framkvæmdi fyrir tónlistarveituna Spotify. Ástæðan mun vera hraði lagsins, 67 slög á mínútu, og hljómagangur. Samkvæmt Dr. Spelman virkar það kvíðastillandi á fólk að anda í takt við róleg lög, því það lækkar blóðþrýsting og hjartslátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.