"Harpa hefur ekkert stækkað síðast þegar ég athugaði“ 13. nóvember 2013 14:50 Björn Steinbekk Mynd/Úr einkasafni „Þetta er svona jákvætt vandamál,“ segir Björn Steinbekk, einn skipuleggjenda Sónar Reykjavík hátíðarinnar, en hátíðin kemur til með að þurfa að minnka miðamagn til sölu um rúmlega hundrað miða. „Það stefnir allt í að um 35-40 tónleikahaldarar og tónlistariðnaðarmenn vilji koma á Sónar Reykjavík. Þetta bætist við í kringum 110 erlenda blaðamenn sem hafa beðið um aðgang að hátíðinni og því þurfum við að minnka miðamagn sem þessu nemur,“ útskýrir Björn, sem hafði upphaflega gert ráð fyrir um fimmtíu erlendum blaðamönnum og fólki úr tónlistarbransanum. „Jákvæða vandamálið er auðvitað mikil umfjöllun um hátíðina og að áhrifafólk í tónlistargeiranum hefur mikinn áhuga. Það neikvæða er að Harpa hefur ekkert stækkað síðast þegar ég athugaði,“ segir Björn jafnframt. Á næstu Sónar-hátíð, sem haldin er í annað sinn í Hörpu í febrúar, hafa meðal annars verið bókaðir Paul Kalkbrenner, Bonobo, Starwalker, Hjaltalín og Major Lazer svo einhverjir séu nefndir. Sónar Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
„Þetta er svona jákvætt vandamál,“ segir Björn Steinbekk, einn skipuleggjenda Sónar Reykjavík hátíðarinnar, en hátíðin kemur til með að þurfa að minnka miðamagn til sölu um rúmlega hundrað miða. „Það stefnir allt í að um 35-40 tónleikahaldarar og tónlistariðnaðarmenn vilji koma á Sónar Reykjavík. Þetta bætist við í kringum 110 erlenda blaðamenn sem hafa beðið um aðgang að hátíðinni og því þurfum við að minnka miðamagn sem þessu nemur,“ útskýrir Björn, sem hafði upphaflega gert ráð fyrir um fimmtíu erlendum blaðamönnum og fólki úr tónlistarbransanum. „Jákvæða vandamálið er auðvitað mikil umfjöllun um hátíðina og að áhrifafólk í tónlistargeiranum hefur mikinn áhuga. Það neikvæða er að Harpa hefur ekkert stækkað síðast þegar ég athugaði,“ segir Björn jafnframt. Á næstu Sónar-hátíð, sem haldin er í annað sinn í Hörpu í febrúar, hafa meðal annars verið bókaðir Paul Kalkbrenner, Bonobo, Starwalker, Hjaltalín og Major Lazer svo einhverjir séu nefndir.
Sónar Mest lesið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Lífið Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Tónlist Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira