Mér finnst meiriháttar að hafa þessa sprotadómara Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. apríl 2013 06:30 Kristinn hefur dæmt fjölmarga Evrópuleiki og landsleiki. Hann er hér að dæma hjá enska landsliðinu. Emile Heskey krýpur á vellinum. Nordic Photos / Getty Images „Af hverju flaggaði ekki þessi sprotadómari, hvað er hann eiginlega að gera þarna,“ eru setningar sem heyrast iðulega um nýjustu viðbótina í dómaraflóruna. Það eru nýju aukadómararnir sem standa við hlið markanna og halda á sprota. Eru þeir því iðulega kallaðir sprotadómarar hér á landi. Æði oft í vetur hafa komið upp atvik í Evrópuleikjum þar sem kvartað er undan almennu aðgerðarleysi sprotadómarans. Fréttablaðið spurði hinn reynda Kristin Jakobsson út í hlutverk dómaranna, en hann hefur dæmt Evrópuleiki í vetur með sprotadómara sér við hlið. „Þetta eru fyrst og fremst aukaaugu. Þeir eru dómarar en ekki aðstoðardómarar. Þeir sem sinna þessu hlutverki eru vanir að sinna starfi aðaldómara. Þeirra hlutverk er að vera í samskiptum við okkur í gegnum samskiptakerfið sem við erum með,“ sagði Kristinn en hvað með sprotann sem þeir eru með og flagga aldrei. Til hvers er hann? „Ef samskiptabúnaðurinn bilar, eins og getur komið fyrir og hefur gerst, þá geta þeir ýtt á hnapp á sprotanum til þess að ná athygli aðaldómarans. Sprotinn er því ekki til þess að sveifla honum eins og einhverjir virðast halda. Þeir mega ekki sýna neinar bendingar. Það er ætlast til þess að öll þeirra samskipti fari eingöngu í gegnum kerfið.“ Dómari tekur lokaákvörðun Blaðamaður hafði heyrt því fleygt að ástæðan væri sú að ef þeir tækju afdrifaríka ákvörðun væru þeir í hættu með áhorfendur beint fyrir aftan sig. Kristinn segir það ekki vera rétt. „Endanleg ákvörðunartaka liggur alltaf hjá aðaldómaranum, sama hvort eitthvað kemur frá aðstoðardómara eða sprotadómara. Þeir eru settir inn til þess að aðstoða og koma í veg fyrir mistök. Þarna fáum við fleiri augu og það munar um þau. Leikmenn vita líka af því. Þeir kannski láta sig ekki falla eða annað ef þeir vita af augum fyrir framan sig og aftan. Allt slíkt hefur minnkað til muna með komu sprotadómaranna og er það vel,“ sagði Kristinn. En mega þeir skipta sér af öllum ákvörðunum? „Af öllu saman. Allt það sem ég sé ekki og þeir sjá eiga þeir að láta mig vita af. Það var frægt atvik þegar John Terry var rekinn af velli í Meistaradeildinni gegn Barcelona í fyrra. Hann setti þá hnéð í andstæðing. Aðaldómarinn sá það ekki en sprotadómarinn sá það. Terry var rekinn af velli eftir ábendingu sprotadómarans.“ Kristinn bendir á að öll dómarateymin þekkist vel. Aðaldómarar þekki sprotadómarana vel og treysti þeim. „Þessir strákar segja aldrei víti og rautt nema þeir séu algjörlega vissir í sinni sök. Við verðum því að treysta þeim þó svo að endanleg ákvörðun sé alltaf hjá aðaldómara. Þegar menn efast um að þeir séu ekki að skipta sér af þá er alveg 100 prósent að þeir hafa sagt eitthvað. Stundum sjá þeir ekki hlutina og þá láta þeir vita af því ef svo ber undir. Þeir eru alls ekki hræddir við að skipta sér af.“ Kristinn segir að almenn ánægja sé með þessa viðbót hjá dómurum í Evrópukeppnum. „Ég var mjög skeptískur til að byrja með. Ég vildi bara vera íhaldssamur og gera þetta nánast einn eins og í gamla daga. Svo gaf ég þessu séns. Ég var valinn í þetta verkefni strax frá upphafi þegar var verið að prófa þetta. Mér fannst þetta vera meiriháttar strax frá fyrsta leik,“ sagði Kristinn kátur og bætti við. „Þetta er fyrst og fremst fyrirbyggjandi. Í hornum og föstum leikatriðum eru menn að toga áður en það er sparkað. Þá getur maður sagt við leikmenn að ég sjái þetta og sprotadómarinn geri það líka. Þá haga menn sér betur og reyna minna en ella,“ sagði Kristinn, en hvað finnst honum um þá gagnrýni að sprotadómarar séu ragir að láta til sín taka? „Ég skil þá gagnrýni því menn átta sig ekki á því hvernig ákvörðun er tekin. Það getur vel verið að dómari sé að dæma eftir ábendingu sprotadómara án þess að áhorfendur fatti það.“Hefur gefið góða raun Kristinn hefur trú á því að þetta kerfi sé komið til þess að vera. Reynslan í vetur sé það góð. „Þetta á eftir að hjálpa til áfram. Það þarf samt tíma til þess að þróa þetta. Það er auðvitað ókostur að nota þetta aðeins í stóru keppnunum,“ sagði Kristinn. Annar sprotadómara hans, Gunnar Jarl Jónsson, var í eldlínunni fyrr í vetur er hann tók ákvörðun um að reka mann af velli í Evrópuleik Atletico Madrid og Viktoria Plzen. „Þá var leikmaður skallaður. Ég sá það ekki en Gunnar sá það. Hann sagði að þetta væri ekkert annað en rautt spjald. Ég rak því manninn af velli og myndbandsupptökur sýndu síðan að það var hárréttur dómur. Það sýnir að þetta virkar.“ Fótbolti Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Sjá meira
„Af hverju flaggaði ekki þessi sprotadómari, hvað er hann eiginlega að gera þarna,“ eru setningar sem heyrast iðulega um nýjustu viðbótina í dómaraflóruna. Það eru nýju aukadómararnir sem standa við hlið markanna og halda á sprota. Eru þeir því iðulega kallaðir sprotadómarar hér á landi. Æði oft í vetur hafa komið upp atvik í Evrópuleikjum þar sem kvartað er undan almennu aðgerðarleysi sprotadómarans. Fréttablaðið spurði hinn reynda Kristin Jakobsson út í hlutverk dómaranna, en hann hefur dæmt Evrópuleiki í vetur með sprotadómara sér við hlið. „Þetta eru fyrst og fremst aukaaugu. Þeir eru dómarar en ekki aðstoðardómarar. Þeir sem sinna þessu hlutverki eru vanir að sinna starfi aðaldómara. Þeirra hlutverk er að vera í samskiptum við okkur í gegnum samskiptakerfið sem við erum með,“ sagði Kristinn en hvað með sprotann sem þeir eru með og flagga aldrei. Til hvers er hann? „Ef samskiptabúnaðurinn bilar, eins og getur komið fyrir og hefur gerst, þá geta þeir ýtt á hnapp á sprotanum til þess að ná athygli aðaldómarans. Sprotinn er því ekki til þess að sveifla honum eins og einhverjir virðast halda. Þeir mega ekki sýna neinar bendingar. Það er ætlast til þess að öll þeirra samskipti fari eingöngu í gegnum kerfið.“ Dómari tekur lokaákvörðun Blaðamaður hafði heyrt því fleygt að ástæðan væri sú að ef þeir tækju afdrifaríka ákvörðun væru þeir í hættu með áhorfendur beint fyrir aftan sig. Kristinn segir það ekki vera rétt. „Endanleg ákvörðunartaka liggur alltaf hjá aðaldómaranum, sama hvort eitthvað kemur frá aðstoðardómara eða sprotadómara. Þeir eru settir inn til þess að aðstoða og koma í veg fyrir mistök. Þarna fáum við fleiri augu og það munar um þau. Leikmenn vita líka af því. Þeir kannski láta sig ekki falla eða annað ef þeir vita af augum fyrir framan sig og aftan. Allt slíkt hefur minnkað til muna með komu sprotadómaranna og er það vel,“ sagði Kristinn. En mega þeir skipta sér af öllum ákvörðunum? „Af öllu saman. Allt það sem ég sé ekki og þeir sjá eiga þeir að láta mig vita af. Það var frægt atvik þegar John Terry var rekinn af velli í Meistaradeildinni gegn Barcelona í fyrra. Hann setti þá hnéð í andstæðing. Aðaldómarinn sá það ekki en sprotadómarinn sá það. Terry var rekinn af velli eftir ábendingu sprotadómarans.“ Kristinn bendir á að öll dómarateymin þekkist vel. Aðaldómarar þekki sprotadómarana vel og treysti þeim. „Þessir strákar segja aldrei víti og rautt nema þeir séu algjörlega vissir í sinni sök. Við verðum því að treysta þeim þó svo að endanleg ákvörðun sé alltaf hjá aðaldómara. Þegar menn efast um að þeir séu ekki að skipta sér af þá er alveg 100 prósent að þeir hafa sagt eitthvað. Stundum sjá þeir ekki hlutina og þá láta þeir vita af því ef svo ber undir. Þeir eru alls ekki hræddir við að skipta sér af.“ Kristinn segir að almenn ánægja sé með þessa viðbót hjá dómurum í Evrópukeppnum. „Ég var mjög skeptískur til að byrja með. Ég vildi bara vera íhaldssamur og gera þetta nánast einn eins og í gamla daga. Svo gaf ég þessu séns. Ég var valinn í þetta verkefni strax frá upphafi þegar var verið að prófa þetta. Mér fannst þetta vera meiriháttar strax frá fyrsta leik,“ sagði Kristinn kátur og bætti við. „Þetta er fyrst og fremst fyrirbyggjandi. Í hornum og föstum leikatriðum eru menn að toga áður en það er sparkað. Þá getur maður sagt við leikmenn að ég sjái þetta og sprotadómarinn geri það líka. Þá haga menn sér betur og reyna minna en ella,“ sagði Kristinn, en hvað finnst honum um þá gagnrýni að sprotadómarar séu ragir að láta til sín taka? „Ég skil þá gagnrýni því menn átta sig ekki á því hvernig ákvörðun er tekin. Það getur vel verið að dómari sé að dæma eftir ábendingu sprotadómara án þess að áhorfendur fatti það.“Hefur gefið góða raun Kristinn hefur trú á því að þetta kerfi sé komið til þess að vera. Reynslan í vetur sé það góð. „Þetta á eftir að hjálpa til áfram. Það þarf samt tíma til þess að þróa þetta. Það er auðvitað ókostur að nota þetta aðeins í stóru keppnunum,“ sagði Kristinn. Annar sprotadómara hans, Gunnar Jarl Jónsson, var í eldlínunni fyrr í vetur er hann tók ákvörðun um að reka mann af velli í Evrópuleik Atletico Madrid og Viktoria Plzen. „Þá var leikmaður skallaður. Ég sá það ekki en Gunnar sá það. Hann sagði að þetta væri ekkert annað en rautt spjald. Ég rak því manninn af velli og myndbandsupptökur sýndu síðan að það var hárréttur dómur. Það sýnir að þetta virkar.“
Fótbolti Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Sjá meira