Gylfi Þór: Líður loksins mjög vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. mars 2013 06:00 Gylfi Þór og Gareth Bale fagna marki þess fyrrnefnda gegn Inter í Evrópudeildinni fyrr í þessum mánuði. Nordic Photos / Getty Images Gylfi Þór Sigurðsson er byrjaður að láta til sín taka hjá Tottenham eftir erfiðan fyrri hluta tímabilsins. Hann hefur reyndar komið við sögu í flestum deildarleikjum liðsins á tímabilinu en vann sér fyrst fast sæti í byrjunarliðinu með góðri innkomu gegn West Ham í lok síðasta mánaðar. Gylfi var í byrjunarliði Tottenham í fimmta leiknum í röð þegar liðið tapaði fyrir Fulham, 1-0, í gær. Gylfi og félagar hans voru greinilega þreyttir eftir að hafa spilað í 120 mínútur gegn ítalska stórliðinu Inter á fimmtudagskvöldið. Tottenham tryggði sér þá sæti í fjórðungsúrslitum Evrópudeildar UEFA þrátt fyrir 4-1 tap fyrir Inter á San Siro. Tottenham mun mæta svissneska liðinu Basel í næstu umferð. „Allir vilja spila sem mest og því hef ég verið mjög ánægður síðan ég kom inn á gegn West Ham," sagði Gylfi við Fréttablaðið en viðtalið var tekið áður en Tottenham mætti Fulham. „Ég er að komast í toppæfingu og það var til dæmis mjög gott að fá 120 mínútur gegn Inter. Þetta er allt á réttri leið," segir Gylfi.Tók tíma að aðlagast nýju liði Gylfi var keyptur til Tottenham í sumar eftir að hafa slegið í gegn sem lánsmaður hjá Swansea á síðari hluta síðasta tímabils. Hann segir það hafa tekið tíma að venjast nýjum aðstæðum. „Helsti munurinn á mér í dag og í upphafi tímabilsins er að nú veit ég hvernig liðið spilar. Það tók mig engan tíma að aðlagast Swansea því ég passaði beint inn í það lið. Þannig var það ekki hjá Tottenham en nú líður mér loksins mjög vel. Ég er kominn með gott sjálfstraust og leikæfingin er öll að koma til." Hann segist ekki hafa verið farinn að missa von eða sjá eftir þeirri ákvörðun að fara til Tottenham. „Alls ekki. Ég var auðvitað ekki ánægður með hversu lítið ég fékk að spila en það var ekki hægt að hafna jafn stóru liði og Tottenham. Ef sénsinn kemur verður maður að taka hann, enda aldrei að vita hvort annað eins tækifæri bjóðist í lífinu."Fæ að sækja inn á miðjuna Gylfi hefur fyrst og fremst spilað á vinstri kantinum hjá Tottenham og líkar vel, þó svo að það sé ekki hans uppáhaldsstaða. „Fyrst og fremst er ég ánægður með að fá að spila en það hefur verið gaman að fá að kljást við þetta hlutverk. Stjórinn hefur líka gefið mér ákveðið frelsi og vill að ég komi líka aðeins inn á miðjuna og sé svolítið laus, sem er gott." Tottenham hefur nú tapað þremur leikjum í röð í öllum keppnum eftir að hafa komist á gott skrið á nýju ári. Gylfi segir þó að það sé engin örvænting í herbúðum liðsins en Tottenham gaf eftir á lokaspretti síðasta tímabils og rétt svo missti af sæti í Meistaradeildinni. „Ég held að flestir hér séu vel meðvitaðir um það og við erum staðráðnir í að láta það ekki gerast aftur. Það tók okkur nokkra mánuði að komast almennilega í gang en við náum vonandi að bæta fyrir það á lokasprettinum," segir Gylfi að lokum. Fótbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson er byrjaður að láta til sín taka hjá Tottenham eftir erfiðan fyrri hluta tímabilsins. Hann hefur reyndar komið við sögu í flestum deildarleikjum liðsins á tímabilinu en vann sér fyrst fast sæti í byrjunarliðinu með góðri innkomu gegn West Ham í lok síðasta mánaðar. Gylfi var í byrjunarliði Tottenham í fimmta leiknum í röð þegar liðið tapaði fyrir Fulham, 1-0, í gær. Gylfi og félagar hans voru greinilega þreyttir eftir að hafa spilað í 120 mínútur gegn ítalska stórliðinu Inter á fimmtudagskvöldið. Tottenham tryggði sér þá sæti í fjórðungsúrslitum Evrópudeildar UEFA þrátt fyrir 4-1 tap fyrir Inter á San Siro. Tottenham mun mæta svissneska liðinu Basel í næstu umferð. „Allir vilja spila sem mest og því hef ég verið mjög ánægður síðan ég kom inn á gegn West Ham," sagði Gylfi við Fréttablaðið en viðtalið var tekið áður en Tottenham mætti Fulham. „Ég er að komast í toppæfingu og það var til dæmis mjög gott að fá 120 mínútur gegn Inter. Þetta er allt á réttri leið," segir Gylfi.Tók tíma að aðlagast nýju liði Gylfi var keyptur til Tottenham í sumar eftir að hafa slegið í gegn sem lánsmaður hjá Swansea á síðari hluta síðasta tímabils. Hann segir það hafa tekið tíma að venjast nýjum aðstæðum. „Helsti munurinn á mér í dag og í upphafi tímabilsins er að nú veit ég hvernig liðið spilar. Það tók mig engan tíma að aðlagast Swansea því ég passaði beint inn í það lið. Þannig var það ekki hjá Tottenham en nú líður mér loksins mjög vel. Ég er kominn með gott sjálfstraust og leikæfingin er öll að koma til." Hann segist ekki hafa verið farinn að missa von eða sjá eftir þeirri ákvörðun að fara til Tottenham. „Alls ekki. Ég var auðvitað ekki ánægður með hversu lítið ég fékk að spila en það var ekki hægt að hafna jafn stóru liði og Tottenham. Ef sénsinn kemur verður maður að taka hann, enda aldrei að vita hvort annað eins tækifæri bjóðist í lífinu."Fæ að sækja inn á miðjuna Gylfi hefur fyrst og fremst spilað á vinstri kantinum hjá Tottenham og líkar vel, þó svo að það sé ekki hans uppáhaldsstaða. „Fyrst og fremst er ég ánægður með að fá að spila en það hefur verið gaman að fá að kljást við þetta hlutverk. Stjórinn hefur líka gefið mér ákveðið frelsi og vill að ég komi líka aðeins inn á miðjuna og sé svolítið laus, sem er gott." Tottenham hefur nú tapað þremur leikjum í röð í öllum keppnum eftir að hafa komist á gott skrið á nýju ári. Gylfi segir þó að það sé engin örvænting í herbúðum liðsins en Tottenham gaf eftir á lokaspretti síðasta tímabils og rétt svo missti af sæti í Meistaradeildinni. „Ég held að flestir hér séu vel meðvitaðir um það og við erum staðráðnir í að láta það ekki gerast aftur. Það tók okkur nokkra mánuði að komast almennilega í gang en við náum vonandi að bæta fyrir það á lokasprettinum," segir Gylfi að lokum.
Fótbolti Mest lesið Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn „Hræddir erum við ekki“ Sport Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Íslenski boltinn Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Fleiri fréttir Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Sjá meira