Tónlist

Dýrð í dauðaþögn nefnd In the Silence á ensku

Ásgeir Trausti Einarsson vann fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum á miðvikudag.
Ásgeir Trausti Einarsson vann fern verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum á miðvikudag.
Enskt heiti plötunnar Dýrð í dauðaþögn með Ásgeiri Trausta, sem vann fern Íslensk tónlistarverðlaun á miðvikudaginn, verður In the Silence. Upptökum á plötunni er lokið og kemur hún út á vegum breska fyrirtækisins One Little Indian úti í heimi síðar á árinu. Það var bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant sem þýddi texta plötunnar yfir á ensku. Íslensk útgáfa plötunnar kemur út á Norðurlöndunum í þessari viku á geisladiski og vínyl en verður fáanleg úti um allan heim stafrænt. Gagnrýnandi sænska blaðsins Dagens Nyheter gefur henni fjórar stjörnur af fimm mögulegum og segir að tónlistin nái hæstu hæðum þegar gítarinn er í bakgrunninum undir margslungnum útsetningunum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×