Sunna bar sigur úr býtum í fyrsta bardaganum Sara McMahon skrifar 19. febrúar 2013 12:00 Sunna Rannveig Davíðsdóttir eyðir þremur mánuðum í þjálfunarbúðum á taílensku eyjunni Phuket þar sem hún æfir blandaðar bardagaíþróttir. „Mig hefur dreymt um að koma hingað í mörg ár, alveg frá því ég byrjaði fyrst að æfa muay thai. Uppáhaldsbardagamaðurinn minn var og er Buakaw Por Pramuk og hann var kveikjan að því að ég kom hingað," segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir sem dvelur í þrjá mánuði í þjálfunarbúðum á taílensku eyjunni Phuket þar sem hún æfir blandaðar bardagaíþróttir og muay thai. „Ég skoðaði myndband á Youtube fyrir mörgum árum síðan og fann þannig Tiger Muay Thai MMA-gymmið þar sem ég bý núna. Hér er allt sem ég þarf og frábærir þjálfarar, bæði taílenskir og annars staðar frá." Einungis viku eftir komuna til Taílands keppti Sunna Rannveig sinn fyrsta bardaga inni í hring. Hún mætti ástralskri stúlku og bar sigur úr býtum eftir þrjár þriggja mínútna lotur. „Ég fékk dags fyrirvara og var aðeins búin að taka fjórar æfingar fyrir bardagann, en ákvað að slá til og hafa gaman. Ég lærði mikið af þessu og fékk smá tilfinningu fyrir því hvernig er að berjast í hringnum. Þetta var góð upphitun fyrir næsta bardaga sem verður á laugardag og er minn fyrsti í búrinu," segir Sunna Rannveig sem hefur æft muay thai frá árinu 2009 og lagt stund á MMA hjá Mjölni síðustu tvö ár. Hún kennir jafnframt víkingaþrek hjá félaginu auk þess sem hún ekur leigubíl um helgar. Hún segir daginn í þjálfunarbúðunum byrja snemma og einkennast af stöndum æfingum. „Ég byrja á því að fara í jóga klukkan sjö um morguninn og síðan taka við harðar muay thai-æfingar til hádegis. Svo hvíli ég mig og borða og svo tek ég annað hvort MMA- eða boxæfingu um fjögur og um kvöldmatarleytið er BJJ æfing." Sunna Rannveig á dótturina Önnu Rakel sem bíður spennt eftir heimkomu móður sinnar, en sú stutta æfir einnig hjá Mjölni. „Það erfiðasta sem ég hef gert er að kveðja Önnu Rakel, en ég hefði aldrei farið án hennar samþykkis, Hún er líka lítil íþróttakona og hefur stundað æfingar hjá Mjölni frá sex ára aldri. Ég er ótrúlega stolt af henni, sama hvað hún tekur sér fyrir hendur, en það er einstaklega gaman að eiga sama áhugamál og hún," segir Sunna að lokum. Hægt er að sjá Sunnu á léttari nótum þegar hún barðist við Nilla í Týndu kynslóðinni hér á sjónvarpssíðu Vísis. Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira
„Mig hefur dreymt um að koma hingað í mörg ár, alveg frá því ég byrjaði fyrst að æfa muay thai. Uppáhaldsbardagamaðurinn minn var og er Buakaw Por Pramuk og hann var kveikjan að því að ég kom hingað," segir Sunna Rannveig Davíðsdóttir sem dvelur í þrjá mánuði í þjálfunarbúðum á taílensku eyjunni Phuket þar sem hún æfir blandaðar bardagaíþróttir og muay thai. „Ég skoðaði myndband á Youtube fyrir mörgum árum síðan og fann þannig Tiger Muay Thai MMA-gymmið þar sem ég bý núna. Hér er allt sem ég þarf og frábærir þjálfarar, bæði taílenskir og annars staðar frá." Einungis viku eftir komuna til Taílands keppti Sunna Rannveig sinn fyrsta bardaga inni í hring. Hún mætti ástralskri stúlku og bar sigur úr býtum eftir þrjár þriggja mínútna lotur. „Ég fékk dags fyrirvara og var aðeins búin að taka fjórar æfingar fyrir bardagann, en ákvað að slá til og hafa gaman. Ég lærði mikið af þessu og fékk smá tilfinningu fyrir því hvernig er að berjast í hringnum. Þetta var góð upphitun fyrir næsta bardaga sem verður á laugardag og er minn fyrsti í búrinu," segir Sunna Rannveig sem hefur æft muay thai frá árinu 2009 og lagt stund á MMA hjá Mjölni síðustu tvö ár. Hún kennir jafnframt víkingaþrek hjá félaginu auk þess sem hún ekur leigubíl um helgar. Hún segir daginn í þjálfunarbúðunum byrja snemma og einkennast af stöndum æfingum. „Ég byrja á því að fara í jóga klukkan sjö um morguninn og síðan taka við harðar muay thai-æfingar til hádegis. Svo hvíli ég mig og borða og svo tek ég annað hvort MMA- eða boxæfingu um fjögur og um kvöldmatarleytið er BJJ æfing." Sunna Rannveig á dótturina Önnu Rakel sem bíður spennt eftir heimkomu móður sinnar, en sú stutta æfir einnig hjá Mjölni. „Það erfiðasta sem ég hef gert er að kveðja Önnu Rakel, en ég hefði aldrei farið án hennar samþykkis, Hún er líka lítil íþróttakona og hefur stundað æfingar hjá Mjölni frá sex ára aldri. Ég er ótrúlega stolt af henni, sama hvað hún tekur sér fyrir hendur, en það er einstaklega gaman að eiga sama áhugamál og hún," segir Sunna að lokum. Hægt er að sjá Sunnu á léttari nótum þegar hún barðist við Nilla í Týndu kynslóðinni hér á sjónvarpssíðu Vísis.
Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Hilmar Smári kvaddur í Litáen Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Hafnaði Val og fer heim til Eyja Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Sjá meira