Íslendinga að ákvarða samband sitt við ESB Magnús Lúðvíksson skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Hannes Swoboda Hannes Swoboda er austurrískur jafnaðarmaður sem hefur setið á Evrópuþinginu frá árinu 1996. Hann tók við sem leiðtogi jafnaðarmanna í þinginu á síðasta ári. Fréttablaðið/Anton Hannes Swoboda, leiðtogi jafnaðarmanna á Evrópuþinginu, segir það alfarið ákvörðun Íslendinga hvort og hvernig þeir vilji haga aðildarviðræðunum að ESB. Swoboda var staddur á Íslandi um helgina og Fréttablaðið tók hann tali. Leiðtogi jafnaðarmanna, næststærsta þingflokks Evrópuþingsins, segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hægja á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið (ESB) engin áhrif hafa á viðræðurnar. Þá er hann sannfærður um að hægt sé að finna lausn á makríldeilunni sem allir deiluaðilar sætta sig við. Swoboda var staddur hér á landi um helgina en hann ávarpaði landsfund Samfylkingarinnar á laugardag undir dagskrárliðnum „Tölum um tækifærin, atvinnu- og menntamál innan ESB“. Fréttablaðið ræddi við Swoboda af þessu tilefni. Ríkisstjórnin ákvað á dögunum að hægja á aðildarviðræðum Íslands við ESB og verða því engir nýir kaflar opnaðir í samningaviðræðunum þar til eftir þingkosningarnar í vor. Þá benda skoðanakannanir til þess að þó nokkrar líkur séu á því að flokkar sem eru á móti aðild að ESB myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar. Hefur þessi staða einhver áhrif á aðildarviðræður Íslands að sambandinu frá ESB séð? „Ég legg mikla áherslu á að það er íslensku þjóðarinnar að taka ákvörðun um hvernig hún vill haga sambandi sínu við ESB. Ef ríkisstjórnin vill hægja á viðræðunum þangað til eftir kosningar þá er það hennar ákvörðun og ég sé ekkert vandamál við það. Ef Íslendingar kjósa ríkisstjórn sem er á móti viðræðunum þá er það líka þeirra ákvörðun. Ég held að það sé skýr vilji innan ESB til þess að Ísland gerist aðili að sambandinu en það er engin pressa af hálfu sambandsins um að það þurfi að gerast á allra næstunni,“ segir Swoboda og heldur áfram: „Þá er það ekkert leyndarmál að ESB hefur verið að glíma við sín eigin vandamál sem þarf að leysa. Ég get til dæmis nefnt mikið atvinnuleysi. Ef og þegar það tekst að leysa þessi vandamál kann að vera að ESB líti skyndilega álitlegar út bæði fyrir íbúa innan ESB og sömuleiðis íbúa þeirra ríkja sem standa utan við sambandið en myndu kannski vilja ganga í það. Það þarf því ekki að henta ESB illa að hægt sé á viðræðunum.“ Spurður um stöðu makríldeilunnar milli Íslands og Færeyja annars vegar og Noregs og ESB hins vegar segir Swoboda: „Ég er sannfærður um að það er hægt að finna lausn á deilunni sem allir geta sætt sig við. Auðvitað er áhyggjuefni að sem stendur er verið að ofveiða makrílstofninn, sem er ekki sjálfbært til lengri tíma, en ég held að deiluaðilarnir hljóti að átta sig á því að það getur ekki gengið til lengdar,“ segir Swoboda. Að lokum óskar Swoboda Íslendingum til hamingju með dóm EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu og bætir við að dómurinn sýni fram á að eftirlit með, og gangverkið utan um fjármálastarfsemi, þurfi að vera samræmt milli landa og þar hafi ESB hlutverki að gegna. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
Hannes Swoboda, leiðtogi jafnaðarmanna á Evrópuþinginu, segir það alfarið ákvörðun Íslendinga hvort og hvernig þeir vilji haga aðildarviðræðunum að ESB. Swoboda var staddur á Íslandi um helgina og Fréttablaðið tók hann tali. Leiðtogi jafnaðarmanna, næststærsta þingflokks Evrópuþingsins, segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hægja á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið (ESB) engin áhrif hafa á viðræðurnar. Þá er hann sannfærður um að hægt sé að finna lausn á makríldeilunni sem allir deiluaðilar sætta sig við. Swoboda var staddur hér á landi um helgina en hann ávarpaði landsfund Samfylkingarinnar á laugardag undir dagskrárliðnum „Tölum um tækifærin, atvinnu- og menntamál innan ESB“. Fréttablaðið ræddi við Swoboda af þessu tilefni. Ríkisstjórnin ákvað á dögunum að hægja á aðildarviðræðum Íslands við ESB og verða því engir nýir kaflar opnaðir í samningaviðræðunum þar til eftir þingkosningarnar í vor. Þá benda skoðanakannanir til þess að þó nokkrar líkur séu á því að flokkar sem eru á móti aðild að ESB myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar. Hefur þessi staða einhver áhrif á aðildarviðræður Íslands að sambandinu frá ESB séð? „Ég legg mikla áherslu á að það er íslensku þjóðarinnar að taka ákvörðun um hvernig hún vill haga sambandi sínu við ESB. Ef ríkisstjórnin vill hægja á viðræðunum þangað til eftir kosningar þá er það hennar ákvörðun og ég sé ekkert vandamál við það. Ef Íslendingar kjósa ríkisstjórn sem er á móti viðræðunum þá er það líka þeirra ákvörðun. Ég held að það sé skýr vilji innan ESB til þess að Ísland gerist aðili að sambandinu en það er engin pressa af hálfu sambandsins um að það þurfi að gerast á allra næstunni,“ segir Swoboda og heldur áfram: „Þá er það ekkert leyndarmál að ESB hefur verið að glíma við sín eigin vandamál sem þarf að leysa. Ég get til dæmis nefnt mikið atvinnuleysi. Ef og þegar það tekst að leysa þessi vandamál kann að vera að ESB líti skyndilega álitlegar út bæði fyrir íbúa innan ESB og sömuleiðis íbúa þeirra ríkja sem standa utan við sambandið en myndu kannski vilja ganga í það. Það þarf því ekki að henta ESB illa að hægt sé á viðræðunum.“ Spurður um stöðu makríldeilunnar milli Íslands og Færeyja annars vegar og Noregs og ESB hins vegar segir Swoboda: „Ég er sannfærður um að það er hægt að finna lausn á deilunni sem allir geta sætt sig við. Auðvitað er áhyggjuefni að sem stendur er verið að ofveiða makrílstofninn, sem er ekki sjálfbært til lengri tíma, en ég held að deiluaðilarnir hljóti að átta sig á því að það getur ekki gengið til lengdar,“ segir Swoboda. Að lokum óskar Swoboda Íslendingum til hamingju með dóm EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu og bætir við að dómurinn sýni fram á að eftirlit með, og gangverkið utan um fjármálastarfsemi, þurfi að vera samræmt milli landa og þar hafi ESB hlutverki að gegna.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira