Íslendinga að ákvarða samband sitt við ESB Magnús Lúðvíksson skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Hannes Swoboda Hannes Swoboda er austurrískur jafnaðarmaður sem hefur setið á Evrópuþinginu frá árinu 1996. Hann tók við sem leiðtogi jafnaðarmanna í þinginu á síðasta ári. Fréttablaðið/Anton Hannes Swoboda, leiðtogi jafnaðarmanna á Evrópuþinginu, segir það alfarið ákvörðun Íslendinga hvort og hvernig þeir vilji haga aðildarviðræðunum að ESB. Swoboda var staddur á Íslandi um helgina og Fréttablaðið tók hann tali. Leiðtogi jafnaðarmanna, næststærsta þingflokks Evrópuþingsins, segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hægja á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið (ESB) engin áhrif hafa á viðræðurnar. Þá er hann sannfærður um að hægt sé að finna lausn á makríldeilunni sem allir deiluaðilar sætta sig við. Swoboda var staddur hér á landi um helgina en hann ávarpaði landsfund Samfylkingarinnar á laugardag undir dagskrárliðnum „Tölum um tækifærin, atvinnu- og menntamál innan ESB“. Fréttablaðið ræddi við Swoboda af þessu tilefni. Ríkisstjórnin ákvað á dögunum að hægja á aðildarviðræðum Íslands við ESB og verða því engir nýir kaflar opnaðir í samningaviðræðunum þar til eftir þingkosningarnar í vor. Þá benda skoðanakannanir til þess að þó nokkrar líkur séu á því að flokkar sem eru á móti aðild að ESB myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar. Hefur þessi staða einhver áhrif á aðildarviðræður Íslands að sambandinu frá ESB séð? „Ég legg mikla áherslu á að það er íslensku þjóðarinnar að taka ákvörðun um hvernig hún vill haga sambandi sínu við ESB. Ef ríkisstjórnin vill hægja á viðræðunum þangað til eftir kosningar þá er það hennar ákvörðun og ég sé ekkert vandamál við það. Ef Íslendingar kjósa ríkisstjórn sem er á móti viðræðunum þá er það líka þeirra ákvörðun. Ég held að það sé skýr vilji innan ESB til þess að Ísland gerist aðili að sambandinu en það er engin pressa af hálfu sambandsins um að það þurfi að gerast á allra næstunni,“ segir Swoboda og heldur áfram: „Þá er það ekkert leyndarmál að ESB hefur verið að glíma við sín eigin vandamál sem þarf að leysa. Ég get til dæmis nefnt mikið atvinnuleysi. Ef og þegar það tekst að leysa þessi vandamál kann að vera að ESB líti skyndilega álitlegar út bæði fyrir íbúa innan ESB og sömuleiðis íbúa þeirra ríkja sem standa utan við sambandið en myndu kannski vilja ganga í það. Það þarf því ekki að henta ESB illa að hægt sé á viðræðunum.“ Spurður um stöðu makríldeilunnar milli Íslands og Færeyja annars vegar og Noregs og ESB hins vegar segir Swoboda: „Ég er sannfærður um að það er hægt að finna lausn á deilunni sem allir geta sætt sig við. Auðvitað er áhyggjuefni að sem stendur er verið að ofveiða makrílstofninn, sem er ekki sjálfbært til lengri tíma, en ég held að deiluaðilarnir hljóti að átta sig á því að það getur ekki gengið til lengdar,“ segir Swoboda. Að lokum óskar Swoboda Íslendingum til hamingju með dóm EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu og bætir við að dómurinn sýni fram á að eftirlit með, og gangverkið utan um fjármálastarfsemi, þurfi að vera samræmt milli landa og þar hafi ESB hlutverki að gegna. Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Hannes Swoboda, leiðtogi jafnaðarmanna á Evrópuþinginu, segir það alfarið ákvörðun Íslendinga hvort og hvernig þeir vilji haga aðildarviðræðunum að ESB. Swoboda var staddur á Íslandi um helgina og Fréttablaðið tók hann tali. Leiðtogi jafnaðarmanna, næststærsta þingflokks Evrópuþingsins, segir ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að hægja á aðildarviðræðunum við Evrópusambandið (ESB) engin áhrif hafa á viðræðurnar. Þá er hann sannfærður um að hægt sé að finna lausn á makríldeilunni sem allir deiluaðilar sætta sig við. Swoboda var staddur hér á landi um helgina en hann ávarpaði landsfund Samfylkingarinnar á laugardag undir dagskrárliðnum „Tölum um tækifærin, atvinnu- og menntamál innan ESB“. Fréttablaðið ræddi við Swoboda af þessu tilefni. Ríkisstjórnin ákvað á dögunum að hægja á aðildarviðræðum Íslands við ESB og verða því engir nýir kaflar opnaðir í samningaviðræðunum þar til eftir þingkosningarnar í vor. Þá benda skoðanakannanir til þess að þó nokkrar líkur séu á því að flokkar sem eru á móti aðild að ESB myndi ríkisstjórn eftir kosningarnar. Hefur þessi staða einhver áhrif á aðildarviðræður Íslands að sambandinu frá ESB séð? „Ég legg mikla áherslu á að það er íslensku þjóðarinnar að taka ákvörðun um hvernig hún vill haga sambandi sínu við ESB. Ef ríkisstjórnin vill hægja á viðræðunum þangað til eftir kosningar þá er það hennar ákvörðun og ég sé ekkert vandamál við það. Ef Íslendingar kjósa ríkisstjórn sem er á móti viðræðunum þá er það líka þeirra ákvörðun. Ég held að það sé skýr vilji innan ESB til þess að Ísland gerist aðili að sambandinu en það er engin pressa af hálfu sambandsins um að það þurfi að gerast á allra næstunni,“ segir Swoboda og heldur áfram: „Þá er það ekkert leyndarmál að ESB hefur verið að glíma við sín eigin vandamál sem þarf að leysa. Ég get til dæmis nefnt mikið atvinnuleysi. Ef og þegar það tekst að leysa þessi vandamál kann að vera að ESB líti skyndilega álitlegar út bæði fyrir íbúa innan ESB og sömuleiðis íbúa þeirra ríkja sem standa utan við sambandið en myndu kannski vilja ganga í það. Það þarf því ekki að henta ESB illa að hægt sé á viðræðunum.“ Spurður um stöðu makríldeilunnar milli Íslands og Færeyja annars vegar og Noregs og ESB hins vegar segir Swoboda: „Ég er sannfærður um að það er hægt að finna lausn á deilunni sem allir geta sætt sig við. Auðvitað er áhyggjuefni að sem stendur er verið að ofveiða makrílstofninn, sem er ekki sjálfbært til lengri tíma, en ég held að deiluaðilarnir hljóti að átta sig á því að það getur ekki gengið til lengdar,“ segir Swoboda. Að lokum óskar Swoboda Íslendingum til hamingju með dóm EFTA-dómstólsins í Icesave-málinu og bætir við að dómurinn sýni fram á að eftirlit með, og gangverkið utan um fjármálastarfsemi, þurfi að vera samræmt milli landa og þar hafi ESB hlutverki að gegna.
Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“