Íslenski boltinn

Leik Fram og Vals flýtt til 17:30

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd / valli
Það er mikið álag á Laugardalsvelli þessa dagana en KSÍ hefur neyðst til að flytja leik Fram og Vals í Pepsi deild karla í knattspyrnu fram til 17:30 á miðvikdagskvöldið en fjórir leikir fara fram í Pepsi-deild karla það kvöld.

Ástæðan mun vera að lið Aktobe frá Kasakstan mun æfa á vellinum síðar um kvöldið en liðið mætir Breiðablik í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar.

Eins og Vísis greindi frá í vikunni hafnaði Aktobe  því að mæta Breiðabliki á Kópavogs og því þurfa liðin að mætast á Laugardalsvellinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×