Innlent

Ölvaður maður böðlaðist á hesti inn í félagsheimili

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Samsett mynd

Ölvaður hestamaður var með dólgshátt og ógnanir í garð stúlkna sem héldu upp á afmæli í félagsheimili hestamanna í Borgarnesi um helgina. Skessuhorn greinir frá þessu.

Segir að maðurinn hafi „böðlast meðal annars á hrossinu inn í félagsheimilið“ og við það hafi innanstokksmunir og gólfefni skemmst. Nokkur hræðsla hafi gripið um sig meðal veislugesta og var lögregla kölluð til.

Mun maðurinn eiga von á sekt fyrir athæfið en að sögn Skessuhorns er ekki ljóst hvort stúlkurnar hyggist kæra hótanirnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×