Innlent

Frjókorn langt yfir meðallagi

María Lilja Þrastardóttir skrifar
Túnfífill. Mynd úr safni.
Túnfífill. Mynd úr safni.
Aðeins einu sinni hefur mælst meira af frjókornum í loftinu á Akureyri en nú og var það í júlí árið 2005.

Langmest var af birkifrjókornum og síðan grasfræi, þá mældust einnig furufrjókorn en þó ekki yfir meðallagi.

Fram undan er aðalfrjótími grasa og búast má við að hann nái hámarki í lok júlí og byrjun ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×