Syngja áður en þau taka til í hverfinu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 12. júlí 2013 09:30 Jóhann Helgason, Guðrún Ísleifsdóttir, Jakob Þórhallsson og Ragnar Benediktsson eru hér að tína rusl. Jóhann segir þau ekki hætta fyrr en Grafarvogur er orðinn hreinasta hverfið í borginni. Fréttablaðið/Pjetur Korpúlfar, félag eldri borgara í Grafarvogi, hóf hreinsunarátak í gær. Það léttir þeim hreinsunarverkin að hafa nikkuna með en félagsskapurinn syngur við minnsta tækifæri. Úlfarnir hirtu 130 kíló í gær áður en þeir slógu upp veislu. Vegfarendur í Grafarvogi ráku eflaust upp stór augu í gær þegar þeir sáu eldri borgara í rigningunni á víð og dreif um hverfið með tangir eða hanska að tína rusl. Þetta voru hinir svokölluðu Korpúlfar, sem er félag eldri borgara í Grafarvogi, en sá félagsskapur virðist ekki kunna að sitja auðum höndum. Þeir ýttu tiltektarverkefni sínu úr vör í gær og að sögn Birnu Róbertsdóttur, sem starfar í þjónustumiðstöðinni Miðgarði og er tengiliður félagsins við Reykjavíkurborg, lágu félagsmenn ekki á liði sínu því fjörutíu félagar mættu í tiltektina. Einn þeirra var Jóhann Helgason, sem á ekki erfitt með að fara út í rigninguna í morgunsárið að tína rusl. „Nei, þetta var leikur einn. Við byrjuðum á því að hittast í Gufunesbæ og þar fengum við nýsteiktar kleinur,“ segir hann. „Við erum með kór svo okkur varð ekki skotaskuld úr því að taka lagið og svo brettum við upp ermar og tókum til hendinni.“ Jóhann er frá Húsavík og var iðinn við að spila á sveitaböllum á sínum yngri árum. „Svo lét ég þetta eiginlega alveg eiga sig þar til ég byrjaði í Korpúlfum fyrir þremur árum,“ segir hann. Nú stjórnar hann kórnum og leikur sjálfur á nikkuna og þarf ekki stór tilefni til því söngástríðan er mikil meðal úlfanna. Korpúlfurinn Nikulás Friðrik Magnússon fer fyrir verkefninu sem kallað er Fegrum Grafarvog en það fékk styrk frá Reykjavíkurborg. Nikulás Friðrik fór einnig með sorpið til Sorpu og lét vigta það í leiðinni. Korpúlfarnir tíndu ein 130 kíló, sem hlýtur að teljast ágætis morgunverk. Ekki þarf að því að spyrja að eftir rusltínsluna var slegið upp grillveislu og Jóhann tók svo upp nikkuna á nýjan leik meðan kórinn söng. Jóhann hefur einnig fengið hirðskáld félagsins, Guðmund Guðmundsson, til að setja saman kvæði við Korpúlfasöng sem nú er leikinn á hverjum fundi. Jóhann segir að alla daga vikunar sé eitthvað við að vera hjá Korpúlfum og henni Birnu í Miðgarði og oftast kemur tónlistin þar eitthvað við sögu. „Í okkar félagsskap eru margir rétt undir níræðu en rétt eins og unglingar,“ segir Jóhann. „Ég er viss um að þetta starf á sinn þátt í því að þessari heilsu og lífsþorsta sé fyrir að fara.“ Það er því engin hætta á því að Korpúlfar verði verkefnalausir þegar Grafarvogur verður orðinn skínandi hreinn. Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Korpúlfar, félag eldri borgara í Grafarvogi, hóf hreinsunarátak í gær. Það léttir þeim hreinsunarverkin að hafa nikkuna með en félagsskapurinn syngur við minnsta tækifæri. Úlfarnir hirtu 130 kíló í gær áður en þeir slógu upp veislu. Vegfarendur í Grafarvogi ráku eflaust upp stór augu í gær þegar þeir sáu eldri borgara í rigningunni á víð og dreif um hverfið með tangir eða hanska að tína rusl. Þetta voru hinir svokölluðu Korpúlfar, sem er félag eldri borgara í Grafarvogi, en sá félagsskapur virðist ekki kunna að sitja auðum höndum. Þeir ýttu tiltektarverkefni sínu úr vör í gær og að sögn Birnu Róbertsdóttur, sem starfar í þjónustumiðstöðinni Miðgarði og er tengiliður félagsins við Reykjavíkurborg, lágu félagsmenn ekki á liði sínu því fjörutíu félagar mættu í tiltektina. Einn þeirra var Jóhann Helgason, sem á ekki erfitt með að fara út í rigninguna í morgunsárið að tína rusl. „Nei, þetta var leikur einn. Við byrjuðum á því að hittast í Gufunesbæ og þar fengum við nýsteiktar kleinur,“ segir hann. „Við erum með kór svo okkur varð ekki skotaskuld úr því að taka lagið og svo brettum við upp ermar og tókum til hendinni.“ Jóhann er frá Húsavík og var iðinn við að spila á sveitaböllum á sínum yngri árum. „Svo lét ég þetta eiginlega alveg eiga sig þar til ég byrjaði í Korpúlfum fyrir þremur árum,“ segir hann. Nú stjórnar hann kórnum og leikur sjálfur á nikkuna og þarf ekki stór tilefni til því söngástríðan er mikil meðal úlfanna. Korpúlfurinn Nikulás Friðrik Magnússon fer fyrir verkefninu sem kallað er Fegrum Grafarvog en það fékk styrk frá Reykjavíkurborg. Nikulás Friðrik fór einnig með sorpið til Sorpu og lét vigta það í leiðinni. Korpúlfarnir tíndu ein 130 kíló, sem hlýtur að teljast ágætis morgunverk. Ekki þarf að því að spyrja að eftir rusltínsluna var slegið upp grillveislu og Jóhann tók svo upp nikkuna á nýjan leik meðan kórinn söng. Jóhann hefur einnig fengið hirðskáld félagsins, Guðmund Guðmundsson, til að setja saman kvæði við Korpúlfasöng sem nú er leikinn á hverjum fundi. Jóhann segir að alla daga vikunar sé eitthvað við að vera hjá Korpúlfum og henni Birnu í Miðgarði og oftast kemur tónlistin þar eitthvað við sögu. „Í okkar félagsskap eru margir rétt undir níræðu en rétt eins og unglingar,“ segir Jóhann. „Ég er viss um að þetta starf á sinn þátt í því að þessari heilsu og lífsþorsta sé fyrir að fara.“ Það er því engin hætta á því að Korpúlfar verði verkefnalausir þegar Grafarvogur verður orðinn skínandi hreinn.
Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira