Syngja áður en þau taka til í hverfinu Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 12. júlí 2013 09:30 Jóhann Helgason, Guðrún Ísleifsdóttir, Jakob Þórhallsson og Ragnar Benediktsson eru hér að tína rusl. Jóhann segir þau ekki hætta fyrr en Grafarvogur er orðinn hreinasta hverfið í borginni. Fréttablaðið/Pjetur Korpúlfar, félag eldri borgara í Grafarvogi, hóf hreinsunarátak í gær. Það léttir þeim hreinsunarverkin að hafa nikkuna með en félagsskapurinn syngur við minnsta tækifæri. Úlfarnir hirtu 130 kíló í gær áður en þeir slógu upp veislu. Vegfarendur í Grafarvogi ráku eflaust upp stór augu í gær þegar þeir sáu eldri borgara í rigningunni á víð og dreif um hverfið með tangir eða hanska að tína rusl. Þetta voru hinir svokölluðu Korpúlfar, sem er félag eldri borgara í Grafarvogi, en sá félagsskapur virðist ekki kunna að sitja auðum höndum. Þeir ýttu tiltektarverkefni sínu úr vör í gær og að sögn Birnu Róbertsdóttur, sem starfar í þjónustumiðstöðinni Miðgarði og er tengiliður félagsins við Reykjavíkurborg, lágu félagsmenn ekki á liði sínu því fjörutíu félagar mættu í tiltektina. Einn þeirra var Jóhann Helgason, sem á ekki erfitt með að fara út í rigninguna í morgunsárið að tína rusl. „Nei, þetta var leikur einn. Við byrjuðum á því að hittast í Gufunesbæ og þar fengum við nýsteiktar kleinur,“ segir hann. „Við erum með kór svo okkur varð ekki skotaskuld úr því að taka lagið og svo brettum við upp ermar og tókum til hendinni.“ Jóhann er frá Húsavík og var iðinn við að spila á sveitaböllum á sínum yngri árum. „Svo lét ég þetta eiginlega alveg eiga sig þar til ég byrjaði í Korpúlfum fyrir þremur árum,“ segir hann. Nú stjórnar hann kórnum og leikur sjálfur á nikkuna og þarf ekki stór tilefni til því söngástríðan er mikil meðal úlfanna. Korpúlfurinn Nikulás Friðrik Magnússon fer fyrir verkefninu sem kallað er Fegrum Grafarvog en það fékk styrk frá Reykjavíkurborg. Nikulás Friðrik fór einnig með sorpið til Sorpu og lét vigta það í leiðinni. Korpúlfarnir tíndu ein 130 kíló, sem hlýtur að teljast ágætis morgunverk. Ekki þarf að því að spyrja að eftir rusltínsluna var slegið upp grillveislu og Jóhann tók svo upp nikkuna á nýjan leik meðan kórinn söng. Jóhann hefur einnig fengið hirðskáld félagsins, Guðmund Guðmundsson, til að setja saman kvæði við Korpúlfasöng sem nú er leikinn á hverjum fundi. Jóhann segir að alla daga vikunar sé eitthvað við að vera hjá Korpúlfum og henni Birnu í Miðgarði og oftast kemur tónlistin þar eitthvað við sögu. „Í okkar félagsskap eru margir rétt undir níræðu en rétt eins og unglingar,“ segir Jóhann. „Ég er viss um að þetta starf á sinn þátt í því að þessari heilsu og lífsþorsta sé fyrir að fara.“ Það er því engin hætta á því að Korpúlfar verði verkefnalausir þegar Grafarvogur verður orðinn skínandi hreinn. Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Korpúlfar, félag eldri borgara í Grafarvogi, hóf hreinsunarátak í gær. Það léttir þeim hreinsunarverkin að hafa nikkuna með en félagsskapurinn syngur við minnsta tækifæri. Úlfarnir hirtu 130 kíló í gær áður en þeir slógu upp veislu. Vegfarendur í Grafarvogi ráku eflaust upp stór augu í gær þegar þeir sáu eldri borgara í rigningunni á víð og dreif um hverfið með tangir eða hanska að tína rusl. Þetta voru hinir svokölluðu Korpúlfar, sem er félag eldri borgara í Grafarvogi, en sá félagsskapur virðist ekki kunna að sitja auðum höndum. Þeir ýttu tiltektarverkefni sínu úr vör í gær og að sögn Birnu Róbertsdóttur, sem starfar í þjónustumiðstöðinni Miðgarði og er tengiliður félagsins við Reykjavíkurborg, lágu félagsmenn ekki á liði sínu því fjörutíu félagar mættu í tiltektina. Einn þeirra var Jóhann Helgason, sem á ekki erfitt með að fara út í rigninguna í morgunsárið að tína rusl. „Nei, þetta var leikur einn. Við byrjuðum á því að hittast í Gufunesbæ og þar fengum við nýsteiktar kleinur,“ segir hann. „Við erum með kór svo okkur varð ekki skotaskuld úr því að taka lagið og svo brettum við upp ermar og tókum til hendinni.“ Jóhann er frá Húsavík og var iðinn við að spila á sveitaböllum á sínum yngri árum. „Svo lét ég þetta eiginlega alveg eiga sig þar til ég byrjaði í Korpúlfum fyrir þremur árum,“ segir hann. Nú stjórnar hann kórnum og leikur sjálfur á nikkuna og þarf ekki stór tilefni til því söngástríðan er mikil meðal úlfanna. Korpúlfurinn Nikulás Friðrik Magnússon fer fyrir verkefninu sem kallað er Fegrum Grafarvog en það fékk styrk frá Reykjavíkurborg. Nikulás Friðrik fór einnig með sorpið til Sorpu og lét vigta það í leiðinni. Korpúlfarnir tíndu ein 130 kíló, sem hlýtur að teljast ágætis morgunverk. Ekki þarf að því að spyrja að eftir rusltínsluna var slegið upp grillveislu og Jóhann tók svo upp nikkuna á nýjan leik meðan kórinn söng. Jóhann hefur einnig fengið hirðskáld félagsins, Guðmund Guðmundsson, til að setja saman kvæði við Korpúlfasöng sem nú er leikinn á hverjum fundi. Jóhann segir að alla daga vikunar sé eitthvað við að vera hjá Korpúlfum og henni Birnu í Miðgarði og oftast kemur tónlistin þar eitthvað við sögu. „Í okkar félagsskap eru margir rétt undir níræðu en rétt eins og unglingar,“ segir Jóhann. „Ég er viss um að þetta starf á sinn þátt í því að þessari heilsu og lífsþorsta sé fyrir að fara.“ Það er því engin hætta á því að Korpúlfar verði verkefnalausir þegar Grafarvogur verður orðinn skínandi hreinn.
Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira