Borgarar EES-ríkja þurfa nú ekki að sækja um heimild til fasteignakaupa Jóhannes Stefánsson skrifar 25. júlí 2013 21:29 Útlendingum eru nú ekki eins þröngar skorður settar vilji þeir kaupa fasteign í miðborg Reykjavíkur eða annars staðar á landinu. Fréttablaðið/GVA Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi í dag að reglugerð um eignar- og afnotarétt útlendinga hér á landi yrði felld úr gildi. Reglugerðin var sett í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar og tók gildi 17. apríl síðastliðinn. Hún fól í sér að ríkisborgarar landa á EES-svæðinu þurftu að sækja um heimild til ráðherra til að mega kaupa fasteign hér á landi. „Ég tel að sú reglugerð sem tók gildi í apríl síðastliðnum samræmist ekki þeim réttindum og skyldum sem við erum aðilar að í gegnum EES-samninginn,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.Hanna Birna KristjánsdóttirReglugerðin á gráu svæði Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafði dregið lögmæti reglugerðarinnar í efa og óskað eftir formlegum rökstuðningi á því hvernig hún samræmdist ákvæðum EES-samningsins. „Reglugerðin var á gráu svæði, enda njótum við Íslendingar þeirra réttinda sem samningurinn veitir okkur vegna fasteignakaupa í öðrum löndum og getum þess vegna ekki undanskilið okkur þeim skyldum gagnvart íbúum annarra EES-landa,“ segir Hanna Birna.Ögmundur JónassonSýna linkind í málinu Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, gagnrýnir vinnubrögð Hönnu Birnu í málinu. „Sannast sagna kemur þetta mér mjög á óvart, ekki vegna þess að ég undrist að núverandi innanríkisráðherra sé þessarar skoðunar heldur vegna þess hvernig að þessu er staðið,“ segir Ögmundur. „Venjan er að kynna reglugerðir. Núna er okkur sagt frá því í kvöldfréttum að þetta sé orðið að veruleika án nokkurrar kynningar,“ bætir hann við. Ögmundur segir takmarkanir á möguleikum útlendinga til að eignast fasteignir hér á landi hafa verið framfaraskref. „Ég er andvígur þessari breytingu, sem ég tel viðsnúning frá mjög jákvæðu skrefi sem þarna var stigið af minni hálfu og fyrrverandi ríkisstjórnar,“ segir Ögmundur. Þá telur hann núverandi ríkisstjórn sýna mikla linkind í málinu með því að fella reglugerðina úr gildi vegna athugasemda ESA án þess að láta reyna á lögmæti hennar. „Þá hefði ég nú haldið að það hefði verið rétt að huga að okkar hagsmunum og láta steyta á þessu og láta á það reyna, í stað þess að lyppast niður við fyrsta andbyr,“ segir Ögmundur Jónasson. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi í dag að reglugerð um eignar- og afnotarétt útlendinga hér á landi yrði felld úr gildi. Reglugerðin var sett í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar og tók gildi 17. apríl síðastliðinn. Hún fól í sér að ríkisborgarar landa á EES-svæðinu þurftu að sækja um heimild til ráðherra til að mega kaupa fasteign hér á landi. „Ég tel að sú reglugerð sem tók gildi í apríl síðastliðnum samræmist ekki þeim réttindum og skyldum sem við erum aðilar að í gegnum EES-samninginn,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.Hanna Birna KristjánsdóttirReglugerðin á gráu svæði Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafði dregið lögmæti reglugerðarinnar í efa og óskað eftir formlegum rökstuðningi á því hvernig hún samræmdist ákvæðum EES-samningsins. „Reglugerðin var á gráu svæði, enda njótum við Íslendingar þeirra réttinda sem samningurinn veitir okkur vegna fasteignakaupa í öðrum löndum og getum þess vegna ekki undanskilið okkur þeim skyldum gagnvart íbúum annarra EES-landa,“ segir Hanna Birna.Ögmundur JónassonSýna linkind í málinu Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, gagnrýnir vinnubrögð Hönnu Birnu í málinu. „Sannast sagna kemur þetta mér mjög á óvart, ekki vegna þess að ég undrist að núverandi innanríkisráðherra sé þessarar skoðunar heldur vegna þess hvernig að þessu er staðið,“ segir Ögmundur. „Venjan er að kynna reglugerðir. Núna er okkur sagt frá því í kvöldfréttum að þetta sé orðið að veruleika án nokkurrar kynningar,“ bætir hann við. Ögmundur segir takmarkanir á möguleikum útlendinga til að eignast fasteignir hér á landi hafa verið framfaraskref. „Ég er andvígur þessari breytingu, sem ég tel viðsnúning frá mjög jákvæðu skrefi sem þarna var stigið af minni hálfu og fyrrverandi ríkisstjórnar,“ segir Ögmundur. Þá telur hann núverandi ríkisstjórn sýna mikla linkind í málinu með því að fella reglugerðina úr gildi vegna athugasemda ESA án þess að láta reyna á lögmæti hennar. „Þá hefði ég nú haldið að það hefði verið rétt að huga að okkar hagsmunum og láta steyta á þessu og láta á það reyna, í stað þess að lyppast niður við fyrsta andbyr,“ segir Ögmundur Jónasson.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira