Borgarar EES-ríkja þurfa nú ekki að sækja um heimild til fasteignakaupa Jóhannes Stefánsson skrifar 25. júlí 2013 21:29 Útlendingum eru nú ekki eins þröngar skorður settar vilji þeir kaupa fasteign í miðborg Reykjavíkur eða annars staðar á landinu. Fréttablaðið/GVA Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi í dag að reglugerð um eignar- og afnotarétt útlendinga hér á landi yrði felld úr gildi. Reglugerðin var sett í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar og tók gildi 17. apríl síðastliðinn. Hún fól í sér að ríkisborgarar landa á EES-svæðinu þurftu að sækja um heimild til ráðherra til að mega kaupa fasteign hér á landi. „Ég tel að sú reglugerð sem tók gildi í apríl síðastliðnum samræmist ekki þeim réttindum og skyldum sem við erum aðilar að í gegnum EES-samninginn,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.Hanna Birna KristjánsdóttirReglugerðin á gráu svæði Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafði dregið lögmæti reglugerðarinnar í efa og óskað eftir formlegum rökstuðningi á því hvernig hún samræmdist ákvæðum EES-samningsins. „Reglugerðin var á gráu svæði, enda njótum við Íslendingar þeirra réttinda sem samningurinn veitir okkur vegna fasteignakaupa í öðrum löndum og getum þess vegna ekki undanskilið okkur þeim skyldum gagnvart íbúum annarra EES-landa,“ segir Hanna Birna.Ögmundur JónassonSýna linkind í málinu Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, gagnrýnir vinnubrögð Hönnu Birnu í málinu. „Sannast sagna kemur þetta mér mjög á óvart, ekki vegna þess að ég undrist að núverandi innanríkisráðherra sé þessarar skoðunar heldur vegna þess hvernig að þessu er staðið,“ segir Ögmundur. „Venjan er að kynna reglugerðir. Núna er okkur sagt frá því í kvöldfréttum að þetta sé orðið að veruleika án nokkurrar kynningar,“ bætir hann við. Ögmundur segir takmarkanir á möguleikum útlendinga til að eignast fasteignir hér á landi hafa verið framfaraskref. „Ég er andvígur þessari breytingu, sem ég tel viðsnúning frá mjög jákvæðu skrefi sem þarna var stigið af minni hálfu og fyrrverandi ríkisstjórnar,“ segir Ögmundur. Þá telur hann núverandi ríkisstjórn sýna mikla linkind í málinu með því að fella reglugerðina úr gildi vegna athugasemda ESA án þess að láta reyna á lögmæti hennar. „Þá hefði ég nú haldið að það hefði verið rétt að huga að okkar hagsmunum og láta steyta á þessu og láta á það reyna, í stað þess að lyppast niður við fyrsta andbyr,“ segir Ögmundur Jónasson. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra tilkynnti á ríkisstjórnarfundi í dag að reglugerð um eignar- og afnotarétt útlendinga hér á landi yrði felld úr gildi. Reglugerðin var sett í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar og tók gildi 17. apríl síðastliðinn. Hún fól í sér að ríkisborgarar landa á EES-svæðinu þurftu að sækja um heimild til ráðherra til að mega kaupa fasteign hér á landi. „Ég tel að sú reglugerð sem tók gildi í apríl síðastliðnum samræmist ekki þeim réttindum og skyldum sem við erum aðilar að í gegnum EES-samninginn,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra.Hanna Birna KristjánsdóttirReglugerðin á gráu svæði Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) hafði dregið lögmæti reglugerðarinnar í efa og óskað eftir formlegum rökstuðningi á því hvernig hún samræmdist ákvæðum EES-samningsins. „Reglugerðin var á gráu svæði, enda njótum við Íslendingar þeirra réttinda sem samningurinn veitir okkur vegna fasteignakaupa í öðrum löndum og getum þess vegna ekki undanskilið okkur þeim skyldum gagnvart íbúum annarra EES-landa,“ segir Hanna Birna.Ögmundur JónassonSýna linkind í málinu Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra, gagnrýnir vinnubrögð Hönnu Birnu í málinu. „Sannast sagna kemur þetta mér mjög á óvart, ekki vegna þess að ég undrist að núverandi innanríkisráðherra sé þessarar skoðunar heldur vegna þess hvernig að þessu er staðið,“ segir Ögmundur. „Venjan er að kynna reglugerðir. Núna er okkur sagt frá því í kvöldfréttum að þetta sé orðið að veruleika án nokkurrar kynningar,“ bætir hann við. Ögmundur segir takmarkanir á möguleikum útlendinga til að eignast fasteignir hér á landi hafa verið framfaraskref. „Ég er andvígur þessari breytingu, sem ég tel viðsnúning frá mjög jákvæðu skrefi sem þarna var stigið af minni hálfu og fyrrverandi ríkisstjórnar,“ segir Ögmundur. Þá telur hann núverandi ríkisstjórn sýna mikla linkind í málinu með því að fella reglugerðina úr gildi vegna athugasemda ESA án þess að láta reyna á lögmæti hennar. „Þá hefði ég nú haldið að það hefði verið rétt að huga að okkar hagsmunum og láta steyta á þessu og láta á það reyna, í stað þess að lyppast niður við fyrsta andbyr,“ segir Ögmundur Jónasson.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Fleiri fréttir Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Sjá meira