Lífið

Stofnar íslenskan grínklúbb

Freyr Bjarnason skrifar
Rökkvi Vésteinsson ætlar að reka grínklúbb í kjallaranum á Bar 11.
Rökkvi Vésteinsson ætlar að reka grínklúbb í kjallaranum á Bar 11. fréttablaðið/valli
Uppistandarinn Rökkvi Vésteinsson ætlar að stofna grínklúbb í kjallaranum á Bar 11 í miðbæ Reykjavíkur.

Klúbburinn nefnist Comedy klúbburinn og þar verður reglulega uppistand. Bæði verða þar tilraunauppistandið sem Rökkvi hefur staðið fyrir síðan í byrjun ársins og einnig hátíðin Iceland Comedy Festival sem hann hefur haldið undanfarin ár. Sú hátíð fer fram í nóvember og í ár koma þar fram Tiernan Douieb frá Bretlandi og Paul Myrehaug frá Kanada, auk tíu bestu uppistandaranna frá tilraunakvöldunum.

„Við byrjuðum í janúar á Café Haítí en eftir þrjú skipti færðum við okkur yfir á Bar 11,“ segir Rökkvi um tilraunauppistandið. „Það er miklu meira eins og grínklúbbur. Þarna er afmarkað svæði og þessi stemning sem myndast í aðeins þrengra rými, þar sem orkan skilar sér betur á milli salarins og grínsins.“

Aðspurður segir hann tíma hafa verið kominn á íslenskan grínklúbb. „Mér finnst kominn tími á reglulegt uppistand á Íslandi og að það sé alltaf undir sömu formerkjum, þannig að fólk viti hvert á að fara og hvað er í gangi. Það stoppar varla Facebook-ið mitt af erlendum grínistum sem vilja koma hingað, eftir að ég flutti inn John Hastings og DeAnne Smith,“ segir hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.