Íslenski boltinn

Hewson samdi við FH

Það heldur áfram að kvarnast úr leikmannahópi Fram en í dag var tilkynnt að Sam Hewson væri genginn í raðir FH.

Hewson er þriðji leikmaðurinn sem yfirgefur Fram á skömmum tíma. Kristinn Ingi Halldórsson fór í Val og Almarr Ormarsson samdi við KR í gær.

Hewson skrifaði undir tveggja ára samning við FH. Hann hefur spilað vel á miðjunni hjá Fram síðustu tímabil.

Samkvæmt heimildum Vísis munu fleiri leikmenn skrifa undir hjá FH á næstu dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×