Enski boltinn

Benitez: Ég les ekki blöðin

Lampard er hér fagnað í dag.
Lampard er hér fagnað í dag.
Rafa Benitez, stjóri Chelsea, var enn og aftur spurður út í framtíð sína eftir 4-1 sigur Chelsea á Wigan. Breskir fjölmiðlar sögðu fyrir leik að Benitez yrði rekinn ef Chelsea myndi tapa leiknum.

"Ég skoða ekki blöðin. Ég einbeiti mér bara að vinnunni. Ég held að blöðin séu bara að giska út í loftið. Blaðamenn vita ekkert um þetta. Þetta er bara innantómt þvaður," sagði Benitez.

Umræða Frank Lampard er sem fyrr enn í umræðunni. Hann er sagður vera farinn í samningsviðræður við Chelsea á nýjan leik en slík staða var ekki í kortunum um daginn.

"Ég hef áður sagt að það er ekki mín ákvörðun. Ég er bara að reyna að vinna með honum og hjálpa honum að bæta sinn leik. Hann er að skora mikið og ég er ánægður með hann."

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×