Leikstjóri í eigin Meistaradeildardraumi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2013 06:45 Luis Suárez vill umfram allt fá tækifæri til að spila í Meistaradeildinni. Í haust hélt hann að eina leiðin til þess væri að komast frá Liverpool og því pressaði hann á það að komast til Arsenal. Í dag er hins vegar allt annar tónn í Úrúgvæmanninum sem er að springa úr sjálfstrausti eftir frábærar vikur á Anifield. Nú ætlar Suárez bara að skjóta Liverpool sjálfur inn í Meistaradeildina og hver getur efast um að það verði að veruleika miðað við frammistöðu hans á móti Norwich á miðvikudagskvöldið. „Hann er virkilega ánægður hjá okkur og er að spila brosandi og af eldmóði. Liverpool er félag sem hentar honum fullkomlega. Stuðningsmennirnir dýrka hann og tengslin á milli þeirra og Luis eru greinileg,“ sagði Brendan Rodgers við blaðamenn eftir leikinn á miðvikudagskvöldið. Rodgers er á því að leikstíll Liverpool-liðsins gefi Luis Suárez tækifæri til að sýna sitt besta.“ Luis Suárez er einn af 23 leikmönnum sem koma til greina sem handhafi Gullbolta FIFA en Liverpool-framherjinn á þó reyndar ekki mikla möguleika þrátt fyrir magnaðan endasprett. Brendan Rodgers setur hann þó í flokk með þeim bestu. „Hann á skilið að vera nefndur í sömu setningu og Messi og Ronaldo. Þeir tveir hafa verið í sérflokki í nokkur ár en Luis er bara 26 ára gamall og er enn að bæta sinn leik,“ sagði Rodgers. „Fótboltinn hérna hentar honum. Við reynum að spila þannig að hann fái frelsi til að hreyfa sig á vellinum og reynum að búa til svæði sem hann getur nýtt sér. Ég held að Suárez eigi eftir að eiga sín bestu ár hjá Liverpool,“ sagði Brendan Rodgers. Hrósið kom úr öllum áttum eftir afgreiðslurnar fjórar á móti Norwich. „Allt við hann segir heimsklassi. Ef við skoðum bestu knattspyrnumenn í heimi þá eru þeir með magnaða tölfræði. Suárez er í þeim gæðaflokki í dag. Hann hefur átt yndislega endurkomu inn í liðið og það er ótrúlegt að hann sé búinn að skora svona mörg mörk miðað við að hafa misst af fimm fyrstu leikjunum,“ sagði Brendan Rodgers. Luis Suárez hefur með beinum hætti átt þátt í 17 af 25 mörkum Liverpool síðan hann kom aftur úr leikbanninu og hér fyrir neðan má sjá í hvaða leikjum hann skoraði þessi þrettán mörk og gaf þessar fjórar stoðsendingar. Liverpool situr eins og er í fjórða og síðasta sætinu sem hefur þátttökurétt í Meistaradeildinni. Þar hefur Liverpool ekki spilað síðan í riðlakeppninni tímabilið 2009-2010 en Suárez hefur spilað á Anfield síðan í ársbyrjun 2011. „Ég tel að við getum náð okkar markmiðum. Mitt starf er að hjálpa liðinu að verða betra, skora mörk og sjá til þess að liðið vinni leiki og haldi sér eins ofarlega í töflunni og hægt er,“ sagði Luis Suárez í viðtali við spænska blaðið Marca. „Ég er ánægður með að spila í ensku úrvalsdeildinni, bestu deild í heimi. Ég er sáttur hérna og vil vera hérna áfram. Ég veit ekki hvort við eigum möguleika á því að keppa um titilinn en við ætlum okkur að vera ofarlega,“ bætti Suárez við og það fer ekkert á milli mála að Meistaradeildarsætið er aðalmarkmið hans og félaga hans í Liverpool-liðinu.1. Luis Suárez, Liverpool9 leikir / 13 mörk. Meðaltal: 1,44 Með hægri: 6 Með vinstri: 2 Með skalla: 2 Úr aukaspyrnum: 2 Úr vítaspyrnum: 0 Með langskotum: 12. Cristiano Ronaldo, Real Madrid14/17 1,21 Með hægri: 8 Með vinstri: 1 Með skalla: 1 Úr aukaspyrnum: 2 Úr vítaspyrnum: 5 Með langskotum: 03. Alfreð Finnbogason, Heerenveen12/14 1,17 Með hægri: 7 Með vinstri: 3 Með skalla: 0 Úr aukaspyrnum: 0 Úr vítaspyrnum: 4 Með langskotum: 04. Diego Costa, Atletico Madrid14/15 1,07Með hægri: 9 Með vinstri: 3 Með skalla: 1 Úr aukaspyrnum: 2 Úr vítaspyrnum: 0 Með langskotum: 0 Enski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Sjá meira
Luis Suárez vill umfram allt fá tækifæri til að spila í Meistaradeildinni. Í haust hélt hann að eina leiðin til þess væri að komast frá Liverpool og því pressaði hann á það að komast til Arsenal. Í dag er hins vegar allt annar tónn í Úrúgvæmanninum sem er að springa úr sjálfstrausti eftir frábærar vikur á Anifield. Nú ætlar Suárez bara að skjóta Liverpool sjálfur inn í Meistaradeildina og hver getur efast um að það verði að veruleika miðað við frammistöðu hans á móti Norwich á miðvikudagskvöldið. „Hann er virkilega ánægður hjá okkur og er að spila brosandi og af eldmóði. Liverpool er félag sem hentar honum fullkomlega. Stuðningsmennirnir dýrka hann og tengslin á milli þeirra og Luis eru greinileg,“ sagði Brendan Rodgers við blaðamenn eftir leikinn á miðvikudagskvöldið. Rodgers er á því að leikstíll Liverpool-liðsins gefi Luis Suárez tækifæri til að sýna sitt besta.“ Luis Suárez er einn af 23 leikmönnum sem koma til greina sem handhafi Gullbolta FIFA en Liverpool-framherjinn á þó reyndar ekki mikla möguleika þrátt fyrir magnaðan endasprett. Brendan Rodgers setur hann þó í flokk með þeim bestu. „Hann á skilið að vera nefndur í sömu setningu og Messi og Ronaldo. Þeir tveir hafa verið í sérflokki í nokkur ár en Luis er bara 26 ára gamall og er enn að bæta sinn leik,“ sagði Rodgers. „Fótboltinn hérna hentar honum. Við reynum að spila þannig að hann fái frelsi til að hreyfa sig á vellinum og reynum að búa til svæði sem hann getur nýtt sér. Ég held að Suárez eigi eftir að eiga sín bestu ár hjá Liverpool,“ sagði Brendan Rodgers. Hrósið kom úr öllum áttum eftir afgreiðslurnar fjórar á móti Norwich. „Allt við hann segir heimsklassi. Ef við skoðum bestu knattspyrnumenn í heimi þá eru þeir með magnaða tölfræði. Suárez er í þeim gæðaflokki í dag. Hann hefur átt yndislega endurkomu inn í liðið og það er ótrúlegt að hann sé búinn að skora svona mörg mörk miðað við að hafa misst af fimm fyrstu leikjunum,“ sagði Brendan Rodgers. Luis Suárez hefur með beinum hætti átt þátt í 17 af 25 mörkum Liverpool síðan hann kom aftur úr leikbanninu og hér fyrir neðan má sjá í hvaða leikjum hann skoraði þessi þrettán mörk og gaf þessar fjórar stoðsendingar. Liverpool situr eins og er í fjórða og síðasta sætinu sem hefur þátttökurétt í Meistaradeildinni. Þar hefur Liverpool ekki spilað síðan í riðlakeppninni tímabilið 2009-2010 en Suárez hefur spilað á Anfield síðan í ársbyrjun 2011. „Ég tel að við getum náð okkar markmiðum. Mitt starf er að hjálpa liðinu að verða betra, skora mörk og sjá til þess að liðið vinni leiki og haldi sér eins ofarlega í töflunni og hægt er,“ sagði Luis Suárez í viðtali við spænska blaðið Marca. „Ég er ánægður með að spila í ensku úrvalsdeildinni, bestu deild í heimi. Ég er sáttur hérna og vil vera hérna áfram. Ég veit ekki hvort við eigum möguleika á því að keppa um titilinn en við ætlum okkur að vera ofarlega,“ bætti Suárez við og það fer ekkert á milli mála að Meistaradeildarsætið er aðalmarkmið hans og félaga hans í Liverpool-liðinu.1. Luis Suárez, Liverpool9 leikir / 13 mörk. Meðaltal: 1,44 Með hægri: 6 Með vinstri: 2 Með skalla: 2 Úr aukaspyrnum: 2 Úr vítaspyrnum: 0 Með langskotum: 12. Cristiano Ronaldo, Real Madrid14/17 1,21 Með hægri: 8 Með vinstri: 1 Með skalla: 1 Úr aukaspyrnum: 2 Úr vítaspyrnum: 5 Með langskotum: 03. Alfreð Finnbogason, Heerenveen12/14 1,17 Með hægri: 7 Með vinstri: 3 Með skalla: 0 Úr aukaspyrnum: 0 Úr vítaspyrnum: 4 Með langskotum: 04. Diego Costa, Atletico Madrid14/15 1,07Með hægri: 9 Með vinstri: 3 Með skalla: 1 Úr aukaspyrnum: 2 Úr vítaspyrnum: 0 Með langskotum: 0
Enski boltinn Mest lesið Nýjar upplýsingar um heilsufar Michaels Schumacher Formúla 1 Ánægðir með stælana í Hauki: „Sagði bara fokkaðu þér“ Handbolti Óvinur Íslands: „Aldrei stríða heilu landi“ Handbolti Sænska goðsögnin: Þeir hafa ekki viljann sem Íslendingar hafa Handbolti „Við mættum ótrúlega góðu íslensku liði í dag“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Svíarnir gjörsigraðir á einu besta kvöldi strákanna okkar Handbolti Dagur vann líka og nú eru fjögur lið með fjögur stig í íslenska riðlinum Handbolti „Svo kemur Ómar Ingi og fer að spila eins og Viggó“ Handbolti Skýrsla Vals: Vel nýttur veikindadagur Handbolti Myndasyrpa: Tryllt Íslendingapartý í Malmö Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Sjá meira