Innlent

Kaldar kveðjur í fjárlögum

Heimir Már Pétursson skrifar
Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir fjárlögin sýna forgangsröðun nýrrar ríkisstjórnar.

Sjúklingaskattar verði innleiddir og fárveikt fólk rukkað fyrir legu á Landspítalanum. Fyrirhuguð framlög til tækjakaupa þar verði tekin til baka,  skorið niður í öllum heilbrigðisstofnunum, framhaldsskólum, háskólum og rannsóknarsjóðum.

Frumvarpið feli í sér kaldar kveðjur niðurskurðar til landsbyggðarinnar með lækkun á niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar og afnámi jöfnunar á flutningskostnaði.

Árni Páll segir að loforð um bætt kjör aldraða og öryrkja verði ekki efnd en sama ríkisstjórn lækki veiðigjöld, lækki skatt á gistinætur og lækki nú líka sérstakan skatt á raforku til stóriðju.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.