Innlent

Farsímaþjófnaður á skemmtistöðum hefur aukist gífurlega

Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar
Með dýrari farsímum verða þeir eftirsóttari fyrir hnuplara og enn meira tjón fyrir eigandann.
Með dýrari farsímum verða þeir eftirsóttari fyrir hnuplara og enn meira tjón fyrir eigandann. Mynd/AFP
Farsímaþjófnuðum hefur fjölgað mjög mikið í miðborg Reykjavíkur síðustu þrjú ár.

Frá árinu 2010 til 2013 hefur fjöldi tilkynntra mála aukist um 275 prósent. Margir þessara þjófnaða eiga sér stað á skemmtistöðum í miðborginni. Oft liggja handtöskur á glámbekk og auðveldlega hægt að taka símann. Einnig eru margir sem geyma símann á borði eða á glámbekk þar sem óprúttnir aðilar geta nálgast þá.

Lögreglan hvetur gesti veitingastaða til sérstakrar varkárni að þessu leyti og hvetur veitingamenn til að halda vöku sinni fyrir óvönduðum aðilum á ferð um staðinn þeirra.

Geirharður Geirharðsson, forstöðumaður tjónasviðs Sjóvár, segist hafa tekið eftir þessari gífurlegu aukningu, bæði þjófnaða og tjóna. „Ef sími týnist, eða er skilinn eftir á glámbekk og stolið, þá fellur það ekki undir bótaskyldu. Aftur á móti ef það er innbrot eða tjón og fólk er með viðeigandi tryggingu þá er það bótaskylt,“ segir Geirharður.

Farsímaþjófnaður í miðbæ Reykjavíkur frá janúar til október ár hvert: 



2010: 88

2011: 141

2012: 182

2013: 330




Fleiri fréttir

Sjá meira


×