Innlent

Fjórða valdið vængbrotið

Gissur Sigurðsson skrifar
Fréttamenn á RÚV vilja vekja athygli á mikilvægi fjórða valdsins.
Fréttamenn á RÚV vilja vekja athygli á mikilvægi fjórða valdsins.
Félag fréttamanna á Ríkisútvarpinu mótmælir harðlega uppsögnum og boðuðum niðurskurði, sem gerir stofnuninninni og þar með fréttastofunni, enn erfiðara að sinna sínu lögbundna hlutverki.

Bent er á að fréttastofa RÚV njóti mests trausts íslenskra fjölmiðla , en nú muni draga úr þjósustu, fréttatímum fækka og þeir styttast, fréttavinnsla á vefnum dragist saman og næturfréttir falli niður. Þá er minnt á að í skýrslu þingmannanefndar til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis segir meðal annars að ábyrgð fjölmiðla sem fjórða valdsins sé mikil, en þar hljóti ábyrgð Ríkisútvarpsins að vega þyngst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×