Ásgeir og Sálin á menningarnótt Freyr Bjarnason skrifar 14. ágúst 2013 11:00 Sálin spilar í annað sinn á menningarnæturtónleikum Rásar 2. Ásgeir Trausti, Sálin hans Jóns míns, Hjaltalín og Kaleo spila á Tónaflóði, menningarnæturtónleikum Rásar 2, við Arnarhól 24. ágúst. Þetta verður í tíunda sinn sem tónleikarnir eru haldnir. „Þetta er stórt og mikið og við erum afskaplega stolt af þessu,“ segir útvarpsmaðurinn og skipuleggjandinn Ólafur Páll Gunnarsson. Hann fagnar því að Sálin spili í ár en hún steig einmitt á svið á fyrstu menningarnæturtónleikunum. „Sálin er ein mest spilaða hljómsveitin í sögu Rásar 2 og hefur verið starfandi næstum því jafnlengi og Rás 2. Það hefur farið minna fyrir hljómsveitinni undanfarið en oft áður en þjóðin elskar Sálina sína enn þá,“ segir Óli Palli. Kaleo hefur átt eitt vinsælasta lag Rásar 2 í sumar, Vor í Vaglaskógi, og ekki þarf að fara mörgum orðum um vinsældir Ásgeirs Trausta og Hjaltalín. Tónleikarnir á Arnarhóli leggjast mjög vel í Óla Palla. „Þessir tónleikar hafa verið vettvangur fyrir fólk til að upplifa stóra tónleika. Þessi samkennd er svo ólýsanleg. Þegar þúsundir standa saman og upplifa sama hlutinn á sama tíma, þá gerist eitthvað.“ Útvarpsstöðin Bylgjan verður með tónleika á Ingólfstorgi á menningarnótt. Þar koma m.a. fram Stuðmenn, Björgvin Halldórsson, Á móti sól og Dikta. Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Ásgeir Trausti, Sálin hans Jóns míns, Hjaltalín og Kaleo spila á Tónaflóði, menningarnæturtónleikum Rásar 2, við Arnarhól 24. ágúst. Þetta verður í tíunda sinn sem tónleikarnir eru haldnir. „Þetta er stórt og mikið og við erum afskaplega stolt af þessu,“ segir útvarpsmaðurinn og skipuleggjandinn Ólafur Páll Gunnarsson. Hann fagnar því að Sálin spili í ár en hún steig einmitt á svið á fyrstu menningarnæturtónleikunum. „Sálin er ein mest spilaða hljómsveitin í sögu Rásar 2 og hefur verið starfandi næstum því jafnlengi og Rás 2. Það hefur farið minna fyrir hljómsveitinni undanfarið en oft áður en þjóðin elskar Sálina sína enn þá,“ segir Óli Palli. Kaleo hefur átt eitt vinsælasta lag Rásar 2 í sumar, Vor í Vaglaskógi, og ekki þarf að fara mörgum orðum um vinsældir Ásgeirs Trausta og Hjaltalín. Tónleikarnir á Arnarhóli leggjast mjög vel í Óla Palla. „Þessir tónleikar hafa verið vettvangur fyrir fólk til að upplifa stóra tónleika. Þessi samkennd er svo ólýsanleg. Þegar þúsundir standa saman og upplifa sama hlutinn á sama tíma, þá gerist eitthvað.“ Útvarpsstöðin Bylgjan verður með tónleika á Ingólfstorgi á menningarnótt. Þar koma m.a. fram Stuðmenn, Björgvin Halldórsson, Á móti sól og Dikta.
Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira