Pétur Péturs: Grétar Rafn þarf að líta í eigin barm Stefán Hirst Friðriksson skrifar 9. júní 2013 15:56 Pétur Pétursson og Grétar Rafn Steinsson Pétur Pétursson aðstoðarþjálfari KR og fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins segist algjörlega orðlaus yfir ummælum Grétars Rafns Steinssonar í kjölfar landsleiks Íslands og Slóveníu á föstudaginn. Grétar lét hafa það eftir sér að umgjörðin í kringum íslenska landsliðið hefði vissulega batnað með árunum en þegar allt kæmi til alls gætu áhugamenn, eins og Grétar orðaði það, ekki þjálfað íslenska atvinnumenn. Pétur segist lítið skilja í ummælum Grétars en hann segir hann gera lítið úr íslenskum þjálfurum og fór hann ekki fögrum orðum um landsliðsmanninn í viðtali við 433.is fyrr í dag. „Ég var algjörlega orðlaus þegar ég heyrði þetta viðtal við Grétar Rafn. Það er ótrúlegt hvað maðurinn lætur út úr sér. Ef við horfum á alla þá þjálfara sem hafa unnið fyrr landsliðið, allt frá Ásgeiri El til Óla Jó þá færðu þeir allir landsliðið nær takmarkinu að komast á stórmót," sagði Pétur. „Grétar Rafn er með þessum ummælum að afskrifa íslenska þjálfara í framtíðinni, Heimir Guðjóns, Rúnar Kristins, Heimir Hallgrímsson, Ólafur Kristjánsson og fleiri sem hafa allir menntað sig, eru duglegir og klókir þjálfarar eru afskrifaðir þarna með þessum ummælum. Þetta sýnir þvílíka heimsku að ég á varla til aukatekið orð," Pétur var á sínum tíma aðstoðarmaður Ólafs Jóhannessonar fyrrverandi landsliðsþjálfara, en Grétar gaf ekki kost á sér yfir tveggja ára tímabil þegar þeir voru við stjórn. Hann segir að Grétar hafi hagað sér ótrúlega. „Hann talaði um umgjörðina og að við værum áhugamenn. Þetta var leikmaður sem gaf ekki kost á sér í tvö ár í landsliðið. Umgjörðin sem hann talaði um á sínum tíma og var hann til dæmis að biðja KSÍ um að fyrrverandi eiginkona hans yrði flutt til landsins á heimaleiki liðsins. Að knattspyrnuskóli Grétars Rafns fengi 100 miða á landsleiki. Að foreldrar hans yrðu fluttir á leikinn og myndu fá miða á góðum stað. Að fyrverandi kona hans þyrfti ekki að bíða í röð fyrir utan Laugardalsvöllinn og kæmist beint upp í VIP svæðið. Að það yrði alltaf bílaleigubíll fyrir utan hótel og flugvöll fyrir Grétar Rafn," bætti Pétur við. Pétur er ósáttur með framkomu Grétars en hann segir að hann þurfi fyrst og fremst að bæta sig sjálfur og að hann ætti að einbeita sér að verkefninu sem framundan er hjá landsliðinu. „Núna þurfa leikmenn að koma liðinu á stórmót og þá er hægt að bæta hlutina enn meira. Menn eiga ekki að mæta eins og Grétar Rafn og halda að þeir séu fimmti Bítilinn af því að þeir tóku á móti honum sem rokkstjörnu í Tyrklandi. Fimmti Bítilinn var George Best, það sannaði hann innan og utan vallar," „Svona hlutir eins og Grétar Rafn er að segja eiga ekki að eiga sér stað. Hann gaf ekki kost á sér í mörg ár, hann svaraði ekki símanum. Umgjörðin sem við fengum frá honum var að við vissum aldrei hvort hann hefði áhuga á að því að spila. Ég held að Grétar ætti að líta í eigin barm, hann þarf að bæta sína umgjörð persónulega," sagði Pétur Pétursson í samtali við 433.is í dag. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira
Pétur Pétursson aðstoðarþjálfari KR og fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins segist algjörlega orðlaus yfir ummælum Grétars Rafns Steinssonar í kjölfar landsleiks Íslands og Slóveníu á föstudaginn. Grétar lét hafa það eftir sér að umgjörðin í kringum íslenska landsliðið hefði vissulega batnað með árunum en þegar allt kæmi til alls gætu áhugamenn, eins og Grétar orðaði það, ekki þjálfað íslenska atvinnumenn. Pétur segist lítið skilja í ummælum Grétars en hann segir hann gera lítið úr íslenskum þjálfurum og fór hann ekki fögrum orðum um landsliðsmanninn í viðtali við 433.is fyrr í dag. „Ég var algjörlega orðlaus þegar ég heyrði þetta viðtal við Grétar Rafn. Það er ótrúlegt hvað maðurinn lætur út úr sér. Ef við horfum á alla þá þjálfara sem hafa unnið fyrr landsliðið, allt frá Ásgeiri El til Óla Jó þá færðu þeir allir landsliðið nær takmarkinu að komast á stórmót," sagði Pétur. „Grétar Rafn er með þessum ummælum að afskrifa íslenska þjálfara í framtíðinni, Heimir Guðjóns, Rúnar Kristins, Heimir Hallgrímsson, Ólafur Kristjánsson og fleiri sem hafa allir menntað sig, eru duglegir og klókir þjálfarar eru afskrifaðir þarna með þessum ummælum. Þetta sýnir þvílíka heimsku að ég á varla til aukatekið orð," Pétur var á sínum tíma aðstoðarmaður Ólafs Jóhannessonar fyrrverandi landsliðsþjálfara, en Grétar gaf ekki kost á sér yfir tveggja ára tímabil þegar þeir voru við stjórn. Hann segir að Grétar hafi hagað sér ótrúlega. „Hann talaði um umgjörðina og að við værum áhugamenn. Þetta var leikmaður sem gaf ekki kost á sér í tvö ár í landsliðið. Umgjörðin sem hann talaði um á sínum tíma og var hann til dæmis að biðja KSÍ um að fyrrverandi eiginkona hans yrði flutt til landsins á heimaleiki liðsins. Að knattspyrnuskóli Grétars Rafns fengi 100 miða á landsleiki. Að foreldrar hans yrðu fluttir á leikinn og myndu fá miða á góðum stað. Að fyrverandi kona hans þyrfti ekki að bíða í röð fyrir utan Laugardalsvöllinn og kæmist beint upp í VIP svæðið. Að það yrði alltaf bílaleigubíll fyrir utan hótel og flugvöll fyrir Grétar Rafn," bætti Pétur við. Pétur er ósáttur með framkomu Grétars en hann segir að hann þurfi fyrst og fremst að bæta sig sjálfur og að hann ætti að einbeita sér að verkefninu sem framundan er hjá landsliðinu. „Núna þurfa leikmenn að koma liðinu á stórmót og þá er hægt að bæta hlutina enn meira. Menn eiga ekki að mæta eins og Grétar Rafn og halda að þeir séu fimmti Bítilinn af því að þeir tóku á móti honum sem rokkstjörnu í Tyrklandi. Fimmti Bítilinn var George Best, það sannaði hann innan og utan vallar," „Svona hlutir eins og Grétar Rafn er að segja eiga ekki að eiga sér stað. Hann gaf ekki kost á sér í mörg ár, hann svaraði ekki símanum. Umgjörðin sem við fengum frá honum var að við vissum aldrei hvort hann hefði áhuga á að því að spila. Ég held að Grétar ætti að líta í eigin barm, hann þarf að bæta sína umgjörð persónulega," sagði Pétur Pétursson í samtali við 433.is í dag.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Fleiri fréttir Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Sjá meira