Pétur Péturs: Grétar Rafn þarf að líta í eigin barm Stefán Hirst Friðriksson skrifar 9. júní 2013 15:56 Pétur Pétursson og Grétar Rafn Steinsson Pétur Pétursson aðstoðarþjálfari KR og fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins segist algjörlega orðlaus yfir ummælum Grétars Rafns Steinssonar í kjölfar landsleiks Íslands og Slóveníu á föstudaginn. Grétar lét hafa það eftir sér að umgjörðin í kringum íslenska landsliðið hefði vissulega batnað með árunum en þegar allt kæmi til alls gætu áhugamenn, eins og Grétar orðaði það, ekki þjálfað íslenska atvinnumenn. Pétur segist lítið skilja í ummælum Grétars en hann segir hann gera lítið úr íslenskum þjálfurum og fór hann ekki fögrum orðum um landsliðsmanninn í viðtali við 433.is fyrr í dag. „Ég var algjörlega orðlaus þegar ég heyrði þetta viðtal við Grétar Rafn. Það er ótrúlegt hvað maðurinn lætur út úr sér. Ef við horfum á alla þá þjálfara sem hafa unnið fyrr landsliðið, allt frá Ásgeiri El til Óla Jó þá færðu þeir allir landsliðið nær takmarkinu að komast á stórmót," sagði Pétur. „Grétar Rafn er með þessum ummælum að afskrifa íslenska þjálfara í framtíðinni, Heimir Guðjóns, Rúnar Kristins, Heimir Hallgrímsson, Ólafur Kristjánsson og fleiri sem hafa allir menntað sig, eru duglegir og klókir þjálfarar eru afskrifaðir þarna með þessum ummælum. Þetta sýnir þvílíka heimsku að ég á varla til aukatekið orð," Pétur var á sínum tíma aðstoðarmaður Ólafs Jóhannessonar fyrrverandi landsliðsþjálfara, en Grétar gaf ekki kost á sér yfir tveggja ára tímabil þegar þeir voru við stjórn. Hann segir að Grétar hafi hagað sér ótrúlega. „Hann talaði um umgjörðina og að við værum áhugamenn. Þetta var leikmaður sem gaf ekki kost á sér í tvö ár í landsliðið. Umgjörðin sem hann talaði um á sínum tíma og var hann til dæmis að biðja KSÍ um að fyrrverandi eiginkona hans yrði flutt til landsins á heimaleiki liðsins. Að knattspyrnuskóli Grétars Rafns fengi 100 miða á landsleiki. Að foreldrar hans yrðu fluttir á leikinn og myndu fá miða á góðum stað. Að fyrverandi kona hans þyrfti ekki að bíða í röð fyrir utan Laugardalsvöllinn og kæmist beint upp í VIP svæðið. Að það yrði alltaf bílaleigubíll fyrir utan hótel og flugvöll fyrir Grétar Rafn," bætti Pétur við. Pétur er ósáttur með framkomu Grétars en hann segir að hann þurfi fyrst og fremst að bæta sig sjálfur og að hann ætti að einbeita sér að verkefninu sem framundan er hjá landsliðinu. „Núna þurfa leikmenn að koma liðinu á stórmót og þá er hægt að bæta hlutina enn meira. Menn eiga ekki að mæta eins og Grétar Rafn og halda að þeir séu fimmti Bítilinn af því að þeir tóku á móti honum sem rokkstjörnu í Tyrklandi. Fimmti Bítilinn var George Best, það sannaði hann innan og utan vallar," „Svona hlutir eins og Grétar Rafn er að segja eiga ekki að eiga sér stað. Hann gaf ekki kost á sér í mörg ár, hann svaraði ekki símanum. Umgjörðin sem við fengum frá honum var að við vissum aldrei hvort hann hefði áhuga á að því að spila. Ég held að Grétar ætti að líta í eigin barm, hann þarf að bæta sína umgjörð persónulega," sagði Pétur Pétursson í samtali við 433.is í dag. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Sjá meira
Pétur Pétursson aðstoðarþjálfari KR og fyrrverandi aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins segist algjörlega orðlaus yfir ummælum Grétars Rafns Steinssonar í kjölfar landsleiks Íslands og Slóveníu á föstudaginn. Grétar lét hafa það eftir sér að umgjörðin í kringum íslenska landsliðið hefði vissulega batnað með árunum en þegar allt kæmi til alls gætu áhugamenn, eins og Grétar orðaði það, ekki þjálfað íslenska atvinnumenn. Pétur segist lítið skilja í ummælum Grétars en hann segir hann gera lítið úr íslenskum þjálfurum og fór hann ekki fögrum orðum um landsliðsmanninn í viðtali við 433.is fyrr í dag. „Ég var algjörlega orðlaus þegar ég heyrði þetta viðtal við Grétar Rafn. Það er ótrúlegt hvað maðurinn lætur út úr sér. Ef við horfum á alla þá þjálfara sem hafa unnið fyrr landsliðið, allt frá Ásgeiri El til Óla Jó þá færðu þeir allir landsliðið nær takmarkinu að komast á stórmót," sagði Pétur. „Grétar Rafn er með þessum ummælum að afskrifa íslenska þjálfara í framtíðinni, Heimir Guðjóns, Rúnar Kristins, Heimir Hallgrímsson, Ólafur Kristjánsson og fleiri sem hafa allir menntað sig, eru duglegir og klókir þjálfarar eru afskrifaðir þarna með þessum ummælum. Þetta sýnir þvílíka heimsku að ég á varla til aukatekið orð," Pétur var á sínum tíma aðstoðarmaður Ólafs Jóhannessonar fyrrverandi landsliðsþjálfara, en Grétar gaf ekki kost á sér yfir tveggja ára tímabil þegar þeir voru við stjórn. Hann segir að Grétar hafi hagað sér ótrúlega. „Hann talaði um umgjörðina og að við værum áhugamenn. Þetta var leikmaður sem gaf ekki kost á sér í tvö ár í landsliðið. Umgjörðin sem hann talaði um á sínum tíma og var hann til dæmis að biðja KSÍ um að fyrrverandi eiginkona hans yrði flutt til landsins á heimaleiki liðsins. Að knattspyrnuskóli Grétars Rafns fengi 100 miða á landsleiki. Að foreldrar hans yrðu fluttir á leikinn og myndu fá miða á góðum stað. Að fyrverandi kona hans þyrfti ekki að bíða í röð fyrir utan Laugardalsvöllinn og kæmist beint upp í VIP svæðið. Að það yrði alltaf bílaleigubíll fyrir utan hótel og flugvöll fyrir Grétar Rafn," bætti Pétur við. Pétur er ósáttur með framkomu Grétars en hann segir að hann þurfi fyrst og fremst að bæta sig sjálfur og að hann ætti að einbeita sér að verkefninu sem framundan er hjá landsliðinu. „Núna þurfa leikmenn að koma liðinu á stórmót og þá er hægt að bæta hlutina enn meira. Menn eiga ekki að mæta eins og Grétar Rafn og halda að þeir séu fimmti Bítilinn af því að þeir tóku á móti honum sem rokkstjörnu í Tyrklandi. Fimmti Bítilinn var George Best, það sannaði hann innan og utan vallar," „Svona hlutir eins og Grétar Rafn er að segja eiga ekki að eiga sér stað. Hann gaf ekki kost á sér í mörg ár, hann svaraði ekki símanum. Umgjörðin sem við fengum frá honum var að við vissum aldrei hvort hann hefði áhuga á að því að spila. Ég held að Grétar ætti að líta í eigin barm, hann þarf að bæta sína umgjörð persónulega," sagði Pétur Pétursson í samtali við 433.is í dag.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Fleiri fréttir Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki