Tónleikarnir munu standa yfir í klukkustund, eingöngu með nýju efni, og ríkir mikil eftirvænting eftir atburðinum.
Gaga hefur ekki sungið opinberlega síðan hún varð að aflýsa tónleikaferð sinni um Bandaríkin í ágúst í fyrra eftir að hún meiddist illa á mjöðm og þurfti á aðgerð að halda.
Platan Artpop er væntanleg í verslanir 11. nóvember og heitir fyrsta smáskífulagið Applause.