Innlent

Alþingi ákvarðaði um verndun Norðlingaöldu

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Gústaf Adolf Skúlason er framkvæmdarstjóri Samorku.
Gústaf Adolf Skúlason er framkvæmdarstjóri Samorku. mynd/365
Ekki er rétt að Norðlingaölduveitu hafi verið raðað í verndarflokk sem orkukosti samkvæmt tillögum sérfræðinga rammaáætlunar og verkefnisstjórar, þetta kemur fram á vefsíðu Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja.

Á vefsíðunni kemur fram að niðurstaða Alþingis hafi ekki verið byggð á grundvelli vinnu, sérfræðinganna. Ef Alþingi hefði fylgt niðurstöðum þeirra hefði mátt ætla að Norðlingaöldu hefði verið raðað í nýtingarflokk, ef til vill biðflokk.

Ummæli Ragnheiðar Elínar Árnadóttur, iðnaðarráðherra um Norðlingaöldu sem virkjunarkost hafa kallað á ýmis viðbrögð eins og meðal annars hefur komið fram í fréttum Vísis.

Á vefsíðu Samorku kemur fram að Norðlingaölduveita sé einn þeirra kosta sem Alþingi hafi raðað í verndarflokk.

Hinsvegar var Norðlingaöldu raðað fyrir ofan miðju frá sjónarhorni nýtingar orkukosta. Norðlingaölduvirkjun var þar númer 30 af 69 kostum.

Ný verkefnastjórn var skipuð í apríl síðastliðnum og komi fram tillaha um aðra útfærslu á veituframkvæmd, mun sú tillaga fara sína leið í ferli rammaáætlunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×