Komnir vel á veg með að virkja hafið Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 14. ágúst 2013 08:00 Uppfinningamaðurinn að störfum í Hornafirði. Valdimar er þessa dagana við seinni prófun hverfilsins sem er farinn að gefa tilefni til grænna vona um framtíðina. Jóhann Eyvindsson Valdimar Össurarson uppfinningamaður er þessa dagana að prófa sjávarorkuhverfla sína í hinum straumþunga Hornafirði öðru sinni. Fyrstu tilraunir gáfu góða raun. „Spaðarnir á hverflinum gripu svo vel í þessum þunga straumi sem hérna er að þeir hreinlega brotnuðu og aðrir löskuðust svo ég varð að styrkja þá aðeins,“ segir hann. „Þetta er í rauninni ánægjulegt vandamál ef svo má segja,“ bætir hann við. Hann segir ljóst að hverfillinn skilaði töluverðu afli en síðan gaf hann sig áður en eitthvað var farið að mæla að ráði. „Við erum að vonast til þess að fá einhverjar mælingar í þessari tilraun núna sem mínir sérfræðingar og verkfræðingar geta svo skoðað og metið afköstin. Það er vinna sem tekur nokkurn tíma svo það verður eflaust liðið eitthvað fram á vetur áður en við fáum eitthvað í hendurnar.“ Hann vill ekkert um það segja hvaða vonir hann geri sér í þeim efnum en vissulega er ljóst að það er eftir mikilli orku að slægjast. „Ef við heimfærum mælingar Íra, Breta og Norðmanna á okkur Íslendinga þá ættum við að eiga í formi sjávarfallaorku um 330 teravattstundir á ári. Við getum borið það saman við það að við erum nú búin að virkja núna átján teravattstundir á ári.“ Hann segir að tækniþróunarsjóður hafi staðið vel við bakið á honum varðandi þessa uppfinningu en hann segir afar brýnt að stjórnvöld fari að opna augun fyrir þeim hagsmunum sem hér eru í húfi. „Það er til dæmis ekkert farið að mæla þessa orku, það væri ágætis byrjun að gera það,“ segir hann. Hverflarnir eru á flekum sem notaðir eru við prófanirnar en hugmyndir Valdimars miða að því að hverflarnir verði á sjávarbotninum og því hlýst engin sjónmengun af. Hann segir einnig orku frá hafstraumum stöðugri og fyrirsjáanlegri en gengur og gerist varðandi vind- og ölduorku. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Valdimar Össurarson uppfinningamaður er þessa dagana að prófa sjávarorkuhverfla sína í hinum straumþunga Hornafirði öðru sinni. Fyrstu tilraunir gáfu góða raun. „Spaðarnir á hverflinum gripu svo vel í þessum þunga straumi sem hérna er að þeir hreinlega brotnuðu og aðrir löskuðust svo ég varð að styrkja þá aðeins,“ segir hann. „Þetta er í rauninni ánægjulegt vandamál ef svo má segja,“ bætir hann við. Hann segir ljóst að hverfillinn skilaði töluverðu afli en síðan gaf hann sig áður en eitthvað var farið að mæla að ráði. „Við erum að vonast til þess að fá einhverjar mælingar í þessari tilraun núna sem mínir sérfræðingar og verkfræðingar geta svo skoðað og metið afköstin. Það er vinna sem tekur nokkurn tíma svo það verður eflaust liðið eitthvað fram á vetur áður en við fáum eitthvað í hendurnar.“ Hann vill ekkert um það segja hvaða vonir hann geri sér í þeim efnum en vissulega er ljóst að það er eftir mikilli orku að slægjast. „Ef við heimfærum mælingar Íra, Breta og Norðmanna á okkur Íslendinga þá ættum við að eiga í formi sjávarfallaorku um 330 teravattstundir á ári. Við getum borið það saman við það að við erum nú búin að virkja núna átján teravattstundir á ári.“ Hann segir að tækniþróunarsjóður hafi staðið vel við bakið á honum varðandi þessa uppfinningu en hann segir afar brýnt að stjórnvöld fari að opna augun fyrir þeim hagsmunum sem hér eru í húfi. „Það er til dæmis ekkert farið að mæla þessa orku, það væri ágætis byrjun að gera það,“ segir hann. Hverflarnir eru á flekum sem notaðir eru við prófanirnar en hugmyndir Valdimars miða að því að hverflarnir verði á sjávarbotninum og því hlýst engin sjónmengun af. Hann segir einnig orku frá hafstraumum stöðugri og fyrirsjáanlegri en gengur og gerist varðandi vind- og ölduorku.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira