Komnir vel á veg með að virkja hafið Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 14. ágúst 2013 08:00 Uppfinningamaðurinn að störfum í Hornafirði. Valdimar er þessa dagana við seinni prófun hverfilsins sem er farinn að gefa tilefni til grænna vona um framtíðina. Jóhann Eyvindsson Valdimar Össurarson uppfinningamaður er þessa dagana að prófa sjávarorkuhverfla sína í hinum straumþunga Hornafirði öðru sinni. Fyrstu tilraunir gáfu góða raun. „Spaðarnir á hverflinum gripu svo vel í þessum þunga straumi sem hérna er að þeir hreinlega brotnuðu og aðrir löskuðust svo ég varð að styrkja þá aðeins,“ segir hann. „Þetta er í rauninni ánægjulegt vandamál ef svo má segja,“ bætir hann við. Hann segir ljóst að hverfillinn skilaði töluverðu afli en síðan gaf hann sig áður en eitthvað var farið að mæla að ráði. „Við erum að vonast til þess að fá einhverjar mælingar í þessari tilraun núna sem mínir sérfræðingar og verkfræðingar geta svo skoðað og metið afköstin. Það er vinna sem tekur nokkurn tíma svo það verður eflaust liðið eitthvað fram á vetur áður en við fáum eitthvað í hendurnar.“ Hann vill ekkert um það segja hvaða vonir hann geri sér í þeim efnum en vissulega er ljóst að það er eftir mikilli orku að slægjast. „Ef við heimfærum mælingar Íra, Breta og Norðmanna á okkur Íslendinga þá ættum við að eiga í formi sjávarfallaorku um 330 teravattstundir á ári. Við getum borið það saman við það að við erum nú búin að virkja núna átján teravattstundir á ári.“ Hann segir að tækniþróunarsjóður hafi staðið vel við bakið á honum varðandi þessa uppfinningu en hann segir afar brýnt að stjórnvöld fari að opna augun fyrir þeim hagsmunum sem hér eru í húfi. „Það er til dæmis ekkert farið að mæla þessa orku, það væri ágætis byrjun að gera það,“ segir hann. Hverflarnir eru á flekum sem notaðir eru við prófanirnar en hugmyndir Valdimars miða að því að hverflarnir verði á sjávarbotninum og því hlýst engin sjónmengun af. Hann segir einnig orku frá hafstraumum stöðugri og fyrirsjáanlegri en gengur og gerist varðandi vind- og ölduorku. Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira
Valdimar Össurarson uppfinningamaður er þessa dagana að prófa sjávarorkuhverfla sína í hinum straumþunga Hornafirði öðru sinni. Fyrstu tilraunir gáfu góða raun. „Spaðarnir á hverflinum gripu svo vel í þessum þunga straumi sem hérna er að þeir hreinlega brotnuðu og aðrir löskuðust svo ég varð að styrkja þá aðeins,“ segir hann. „Þetta er í rauninni ánægjulegt vandamál ef svo má segja,“ bætir hann við. Hann segir ljóst að hverfillinn skilaði töluverðu afli en síðan gaf hann sig áður en eitthvað var farið að mæla að ráði. „Við erum að vonast til þess að fá einhverjar mælingar í þessari tilraun núna sem mínir sérfræðingar og verkfræðingar geta svo skoðað og metið afköstin. Það er vinna sem tekur nokkurn tíma svo það verður eflaust liðið eitthvað fram á vetur áður en við fáum eitthvað í hendurnar.“ Hann vill ekkert um það segja hvaða vonir hann geri sér í þeim efnum en vissulega er ljóst að það er eftir mikilli orku að slægjast. „Ef við heimfærum mælingar Íra, Breta og Norðmanna á okkur Íslendinga þá ættum við að eiga í formi sjávarfallaorku um 330 teravattstundir á ári. Við getum borið það saman við það að við erum nú búin að virkja núna átján teravattstundir á ári.“ Hann segir að tækniþróunarsjóður hafi staðið vel við bakið á honum varðandi þessa uppfinningu en hann segir afar brýnt að stjórnvöld fari að opna augun fyrir þeim hagsmunum sem hér eru í húfi. „Það er til dæmis ekkert farið að mæla þessa orku, það væri ágætis byrjun að gera það,“ segir hann. Hverflarnir eru á flekum sem notaðir eru við prófanirnar en hugmyndir Valdimars miða að því að hverflarnir verði á sjávarbotninum og því hlýst engin sjónmengun af. Hann segir einnig orku frá hafstraumum stöðugri og fyrirsjáanlegri en gengur og gerist varðandi vind- og ölduorku.
Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Sjá meira