Erlent

100 atriði sem við vissum ekki í fyrra

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Margir skemmtilegir fróðleiksmolar leynast í samantekt BBC.
Margir skemmtilegir fróðleiksmolar leynast í samantekt BBC.
Nú er árið senn á enda og hefur vefsíða BBC af því tilefni tekið saman hundrað áhugaverðar staðreyndir sem komu fram í fréttum héðan og þaðan á árinu.

Greinin nefnist 100 atriði sem við vissum ekki í fyrra og leynast margir skemmtilegir fróðleiksmolar í samantektinni.

BBC greindi frá því á árinu að svokallaðir sveskjuputtar, sem myndast við langvarandi legu í baði eða heitum potti, þjónuðu í raun tilgangi.

Konur eru ellilegastar á miðvikudögum klukkan hálf fjögur að sögn Daily Telegraph.

The Atlantic fullyrðir að það séu aðeins tveir rúllustigar í öllu Wyoming-ríki Bandaríkjanna.

Fólk á hestbaki fær ekki afgreiðslu í bílalúgum McDonald's-hamborgarakeðjunnar að sögn BBC.

New York Times greindi frá því að Norðmenn hafi sterkar skoðanir á því hvort börkurinn snúi upp eða niður þegar eldivið er staflað.

Þessa fróðleiksmola, og 95 til viðbótar, má lesa í samantekt BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×