Innlent

Ræddu ávinning af fríverslun

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Gunnar Bragi Sveinsson
Gunnar Bragi Sveinsson
Verði af fríverslunar- og fjárfestingasamningi Evrópusambandsins og Bandaríkjanna verða áhrif af því jákvæð á evrópska efnahagssvæðinu. Um þetta voru norrænir viðskiptaráðherrar sammála á fundi í Ósló í dag.

Gunnar Bragi Sveinsson utanríksráðherra sótti fundinn. Á vef ráðuneytisins kemur fram að lagt hafi verið til að Norðurlöndin skoði hvernig þau geti í sameiningu farið í markaðsátak á stórum og vaxandi mörkuðum.

Ráðherrarnir fóru einnig yfir þróun mála vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, og væntingar til ráðherrafundar stofnunarinnar sem haldinn verður í Indónesíu í desember. 

„Þeir voru hóflega bjartsýnir á að samningar náist um viðskiptaliprun og aukið svigrúm fyrir þróunarríki til útflutnings á landbúnaðarvörum,“ segir á vef utanríkisráðuneytisins.  

Þá ræddu ráðherrarnir hvernig viðskiptasamningar framtíðarinnar geti tekið mið af sífellt örari tækniþróun, svo sem varðandi netverslun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×