Enski boltinn

Mourinho gæti fengið Xabi Alonso frítt í sumar

Xabi Alonso með Liverpool.
Xabi Alonso með Liverpool. Mynd/NordicPhotos/Getty
Xabi Alonso gæti verið á leiðinni aftur í ensku úrvalsdeildina á næsta tímabili en Daily Mirror slær því upp í morgun að Jose Mourinho gæti fengið sinn fyrrum lærisvein frítt í sumar.

Daily Mirror hefur heimildir fyrir því að Xabi Alonso sé mjög ofarlega á óskalista Jose Mourinho.

Xabi Alonso er 31 árs gamall miðjumaður en hefur ekkert spilað til þess á tímabilinu vegna bakaðgerðar og beinbrots.

Samingur Xabi Alonso og Real Madrid rennur út í sumar og Chelsea gæti boðið honum þriggja ára samning í sumar.

Xabi Alonso, sem á 107 landsleiki fyrir Spán, þekkir vel til ensku úrvalsdeildarinnar því hann spilaði með Liverpool frá 2004 til 2009.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×