Innlent

Litháinn dæmdur í gæsluvarðhald

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Litháinn í Héraðsdómi Reykjaness í morgun.
Litháinn í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Mynd/Hödd og Pjetur
Maðurinn sem braut rauðvínsflösku fulla af amfetamínbasa á Keflavíkurflugvelli í gær hefur verið dæmdur í gæsluvarðhald til 13. nóvember næstkomandi í Héraðsdómi Reykjaness. Lögmaður mannsins hefur kært úrskurðinn.

Fjórir tollverðir og einn lögreglurmaður voru fluttir á Landspítalann í Fossvogi í gær vegna gruns um eitrun af völdum amfetamínbasa.

Maðurinn, sem er frá Litháen, brást ókvæða við þegar tollverðir báðu um að fá að skoða rauðvínsflöskuna betur.


Tengdar fréttir

Tollverðirnir á batavegi

Líðan tollvarðanna sem fluttir voru á Landspítalann í Fossvogi í dag vegna gruns um eiturefnaeitrun er stöðug og eru þeir á batavegi að sögn hjúkrunarfræðings á Landspítalanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×