Pepsimörkin fetuðu í fótspor RÚV í þætti sínum á fimmtudag og ræddu við erlenda leikmenn Pepsi-deildarinnar á móðurmáli þeirra.
Um var að ræða góðlátlegt grín í kjölfar umræðu um Adolf Inga Erlingsson, íþróttafréttamanna Rúv, sem tók viðtal á sænsku við Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara Íslands, eftir 2-1 sigurinn á Albaníu á þriðjudagskvöldið.
Leikarinn góðkunni Kári Viðarsson fór á kostum í viðtölum sínum í Ólafsvík. Myndbandið má sjá hér að ofan.
