Innlent

Snowden sendi íslenskum þingmönnum bréf

Boði Logason skrifar
„Ég kann að meta að Ísland, lítið land en mikilvægt í samfélagi þjóðanna, sýni slíkt hugrekki og staðfestu við æðri lög og gildi.“
„Ég kann að meta að Ísland, lítið land en mikilvægt í samfélagi þjóðanna, sýni slíkt hugrekki og staðfestu við æðri lög og gildi.“
Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden sendi íslenskum þingmönnum bréf, áður en meirihluti þeirra hafnaði því að veita honum íslenskan ríkisborgararétt.

Frá þessu greinir Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi.

Á fimmtudaginn lögðu fimm þingmenn í stjórnaranstöðunni fram frumvarp á Alþingi þess efnis að veita ætti Snowden tafarlaust íslenskan ríkisborgararétt. Tillagan var þó felld með 33 atkvæðum gegn 24. Fimm stjórnarþingmenn sátu hjá.

Áður en þingmennirnir greiddu atkvæði kom Snowden orðsendingu til þeirra. Þar þakkaði hann þeim fyrir að taka umsókn hans um ríkisborgararétt til athugunar.

„Ég hef í reynd verið gerður landlaus af ríkisstjórn míns heimalands eftir að hafa miðlað upplýsingum til almennings. Ég kann að meta að Ísland, lítið land en mikilvægt í samfélagi þjóðanna, sýni slíkt hugrekki og staðfestu við æðri lög og gildi. Það styrkir mig að finna stuðning frá íslendingum sem ég veit að eiga sér langa sögu í að standa keikir, jafnvel undir hótunum, þegar grunnréttindi eru í húfi.

Edward Joseph Snowden.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×