Öllum ferðum Herjólfs aflýst en samt góð stemning á Goslokahátíð Boði Logason skrifar 6. júlí 2013 17:33 Ferðum Herjólfs er stundum frestað ef ölduhæð er mikil. GVA/Vilhelm Öllum fjórum ferðum Herjólfs til Vestmannaeyja í dag hefur verið aflýst vegna veðurs. Ölduhæð í Landeyjahöfn var þrír metrar klukkan fjögur í dag. Þrátt fyrir erfiðleika í samgöngum milli lands og Eyja segir formaður Goslokahátíðarinnar að mikið stuð sé í Vestmannaeyjum. Goslokahátíðin fer fram um helgina en í janúar næstkomandi verða 40 ár liðin frá því að gos hófst í Heimaey. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, formaður Goslokahátíðarnefndar, segir að einhverjir gestir hafi ætlað að koma með ferjunni til Eyja í dag. „Við látum það ekkert hafa alltof mikil áhrif á okkur. En auðvitað þarf maður að hringja aðeins fleiri símtöl og þetta er náttúrulega leiðinlegt fyrir fólkið sem ætlaði að koma. En við gerum bara gott úr þessu eins og öðru." Hátíðin hófst á miðvikudaginn þegar ný heimildarmynd um gosið var frumsýnd. Stanslaus dagskrá hefur verið síðan þá, meðal annars tónleikar með Fjallabræðrum. Í dag hefur verið dorgveiðimót og vestmannaeyjahlaup fyrir krakkana. „Núna er einmitt að fara af stað barnadagskrá í íþróttamiðstöðinni. Hún var færð af Stakkagerðistúni vegna veðurs en þá akkurat þegar búið var að taka ákvörðun um það fór sólin að glenna sig. Svo verður vítaspyrnukeppni eftir þetta þar sem stórstjarnan David James leyfir krökkunum að njóta sín. Síðan verður þessi gamla góða eyjastemning í kvöld niðri á Skipasandi þar sem hinar ýmsu hljómsveitir syngja fyrir Vestmannaeyinga og allir bara skemmta sér." Aðspurð hversu margir gestir eru á hátíðinni segir Hildur: „Það er góð spurning. Þeir hjá Eimskipum voru búnir að reikna með því að fjöldinn í Eyjunni myndi tvöfaldast þannig að ætli það séu ekki svona 8000 manns í bænum." „Þetta er bara eins og á lélegri þjóðhátíð?" „Já ætli við getum ekki sagt það," segir Hildur og hlær. „En við erum auðvitað rosalega ánægð með þetta og allt farið mjög vel fram hingað til." Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Öllum fjórum ferðum Herjólfs til Vestmannaeyja í dag hefur verið aflýst vegna veðurs. Ölduhæð í Landeyjahöfn var þrír metrar klukkan fjögur í dag. Þrátt fyrir erfiðleika í samgöngum milli lands og Eyja segir formaður Goslokahátíðarinnar að mikið stuð sé í Vestmannaeyjum. Goslokahátíðin fer fram um helgina en í janúar næstkomandi verða 40 ár liðin frá því að gos hófst í Heimaey. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, formaður Goslokahátíðarnefndar, segir að einhverjir gestir hafi ætlað að koma með ferjunni til Eyja í dag. „Við látum það ekkert hafa alltof mikil áhrif á okkur. En auðvitað þarf maður að hringja aðeins fleiri símtöl og þetta er náttúrulega leiðinlegt fyrir fólkið sem ætlaði að koma. En við gerum bara gott úr þessu eins og öðru." Hátíðin hófst á miðvikudaginn þegar ný heimildarmynd um gosið var frumsýnd. Stanslaus dagskrá hefur verið síðan þá, meðal annars tónleikar með Fjallabræðrum. Í dag hefur verið dorgveiðimót og vestmannaeyjahlaup fyrir krakkana. „Núna er einmitt að fara af stað barnadagskrá í íþróttamiðstöðinni. Hún var færð af Stakkagerðistúni vegna veðurs en þá akkurat þegar búið var að taka ákvörðun um það fór sólin að glenna sig. Svo verður vítaspyrnukeppni eftir þetta þar sem stórstjarnan David James leyfir krökkunum að njóta sín. Síðan verður þessi gamla góða eyjastemning í kvöld niðri á Skipasandi þar sem hinar ýmsu hljómsveitir syngja fyrir Vestmannaeyinga og allir bara skemmta sér." Aðspurð hversu margir gestir eru á hátíðinni segir Hildur: „Það er góð spurning. Þeir hjá Eimskipum voru búnir að reikna með því að fjöldinn í Eyjunni myndi tvöfaldast þannig að ætli það séu ekki svona 8000 manns í bænum." „Þetta er bara eins og á lélegri þjóðhátíð?" „Já ætli við getum ekki sagt það," segir Hildur og hlær. „En við erum auðvitað rosalega ánægð með þetta og allt farið mjög vel fram hingað til."
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira